Það rignir núna, en það kom ekki í veg fyrir að við hjónin fengjum okkur göngutúr. Gengum upp í Amager Centret og keyptum tvær möppur og rafhlöður í hjólaljósin. Þessi dagur hefur liðið allt of hratt. Ég vaknaði tiltölulega snemma og byrjaði að lesa námsbækurnar og vann eitt verkefni. þegar ég var búin að sitja drjúga stund við, að mínu mati, fór ég að ráfa um á Netinu og hringja í vini og vandamenn. Fannst komið nóg að hugsa um eitthvað gáfulegt.
Eftir göngutúrinn kítkum við inn hjá Hrafnhildi og Viðari og spjölluðum og leystum heimsmálin. Ég þurfti svo að drífa mig heim að lesa, en sit hérna og blogga og ætla að skella steikinni í ofninn.
Eftir göngutúrinn kítkum við inn hjá Hrafnhildi og Viðari og spjölluðum og leystum heimsmálin. Ég þurfti svo að drífa mig heim að lesa, en sit hérna og blogga og ætla að skella steikinni í ofninn.
Ummæli