Nú er komin helgi hjá mér og kl. er bara tvö. Annan hvorn föstudag er ég nefnilega búin að vinna snemma. Ég sit alein heima, Björn er í skólanum. Hann verður ekki til staðar þessa helgina, hann er að hann á að fara í próf á mánudaginn, greyið. Sverrir Fal mætti ég á leiðinni, hann var að fara til Stefan vinar síns ogþeir ætla að "tjilla" saman í dag. Kristín Björg er að ég held enn í skólanum, í heimilisfræði ef ég man rétt.
Ég er núna að bíða eftir því að Jónína, vinkona mín, komi sér heim. Því að ég ætla að skella mér í heimsókn til hennar. Ég nenni alls ekki að fara að læra eða taka til í dag. Ég er bara í allt of góðu skapi til þess. Hingað til hefur þetta verið ótrúlega góður og gefandi dagur, þó að ekkert sérstakt hafi gerst, það liggur bara svo ljómandi vel á mér.
Og svo á að kveikja á jólaljósunum á Amagerbrogade á morgun.
Ég er núna að bíða eftir því að Jónína, vinkona mín, komi sér heim. Því að ég ætla að skella mér í heimsókn til hennar. Ég nenni alls ekki að fara að læra eða taka til í dag. Ég er bara í allt of góðu skapi til þess. Hingað til hefur þetta verið ótrúlega góður og gefandi dagur, þó að ekkert sérstakt hafi gerst, það liggur bara svo ljómandi vel á mér.
Og svo á að kveikja á jólaljósunum á Amagerbrogade á morgun.
Ummæli