Þá er stóri dagurinn runninn upp og við leggjum af stað til Tandslet í dag, eftir vinnu. Við hlökkum mikið til og fyrir utan að hitta fjölskylduna sem þar býr. Í leiðinni ætlum við að sækja þarfasta þjón nútíma fjölskyldunnar, uppþvottavélina okkar. Ætlunin er líka að skella sér til Þýskalands og kíkja á jólamarkaði og aðra skemmtilega markaði (höfum heyrt að þar sé allt svo ódýrt).
Við vorum í vikunni á fundi með námsrágjafa í Sundparkskóla. Hann var að kynna þá möguleika sem unglingar hafa þegar þeir ljúka við grunnskólann. Ég vissi svo sem um margt sem er í boði, en úrvalið hefur aldrei verið sem nú. En sonur okkar sér ekkert annað en að fara í íslenskan framhaldskóla. Ég hefði viljað að hann kíkti á "efterskolene" en á því hefur hann ekki áhuga. Ef ég fengi einhverju ráðið þá færi hann í efterskole og síðan í menntaskóla á eftir. Ég hef talað við fullt að krökkum sem hafa farið í efterskole og þau segja öll að það sé æðislegt og þau þroskist mikið og verði sjálfstæðari.
En hvað er ég að pípa, er ég ekki á leiðinni heim í sumar......eitt af þessum ,,sjaldgæfu" augnablikum sem ég er ekki alveg viss um hvort ég er að koma eða fara.
Við vorum í vikunni á fundi með námsrágjafa í Sundparkskóla. Hann var að kynna þá möguleika sem unglingar hafa þegar þeir ljúka við grunnskólann. Ég vissi svo sem um margt sem er í boði, en úrvalið hefur aldrei verið sem nú. En sonur okkar sér ekkert annað en að fara í íslenskan framhaldskóla. Ég hefði viljað að hann kíkti á "efterskolene" en á því hefur hann ekki áhuga. Ef ég fengi einhverju ráðið þá færi hann í efterskole og síðan í menntaskóla á eftir. Ég hef talað við fullt að krökkum sem hafa farið í efterskole og þau segja öll að það sé æðislegt og þau þroskist mikið og verði sjálfstæðari.
En hvað er ég að pípa, er ég ekki á leiðinni heim í sumar......eitt af þessum ,,sjaldgæfu" augnablikum sem ég er ekki alveg viss um hvort ég er að koma eða fara.
Ummæli