Helgin var fín og róleg. Mér tókst nokkurn veginn að halda mig að námsbókunum á laugardaginn. Um kvöldið fórum við á fund með fleiri hjónum. Mjög merkilegur og áhugaverður fundur. Vorum þó komin heim á þeim tíma sem fólki á okkar aldri sæmir :-). Í gær tókum við æði á íbúðinni, þrifum hátt og lágt, sorteraði meira að segja í fataskápunum (þá mega jólin kom).
Í morgun vaknaði ég aftur á móti með kvíðahnút í magana. Áhyggjurnar af íbúðarmálum eru farnar að vaxa og erun að verða ansi miklar. Það hefur verið að dragast með að fá vita hvort við getum verið hérna fram á sumar, annars þurfum við að leita okkur að annarri íbúð frá og með 1. feb. Ég vona satt að segja að það komist á hreint í þessari viku.
Ég er alvarlega farin að halda að ég sé haldin einhvers konar haust-þunglyndi. Um þetta leytið í fyrra hætti ég í skólanum, og núna er ég að fyllast af einhverjum óróleika. Þá er eins gott að ég fari ekki að hætta í vinnu eða skóla núna, þá klára ég aldrei neitt af viti.
Annars var kalt í morgun þegar við vöknuðum. En það var bjart og hlýnaði þega sólin reis.
Í morgun vaknaði ég aftur á móti með kvíðahnút í magana. Áhyggjurnar af íbúðarmálum eru farnar að vaxa og erun að verða ansi miklar. Það hefur verið að dragast með að fá vita hvort við getum verið hérna fram á sumar, annars þurfum við að leita okkur að annarri íbúð frá og með 1. feb. Ég vona satt að segja að það komist á hreint í þessari viku.
Ég er alvarlega farin að halda að ég sé haldin einhvers konar haust-þunglyndi. Um þetta leytið í fyrra hætti ég í skólanum, og núna er ég að fyllast af einhverjum óróleika. Þá er eins gott að ég fari ekki að hætta í vinnu eða skóla núna, þá klára ég aldrei neitt af viti.
Annars var kalt í morgun þegar við vöknuðum. En það var bjart og hlýnaði þega sólin reis.
Ummæli