Nú erum við mæðgin lent heima hjá okkur eftir góða, langa helgi á Íslandi. Aðalerindið var að sitja tvo daga í KHÍ, hlusta á Ingvar Sigurgeirsson og fleiri ræða kennslufræði. Ég hitti líka fullt af fólki, en náði þó ekki að hitta alla sem ég hefði viljað sjá. En ég hitti Björk og co, Helgu, alla fjölskylduna mína, Halldóru og Ingu Margréti og fjölsk. Á föstudagskvöldið skellti ég mér í Borgarnes, í heimsókn til Ásdísar, en hún bauð mér í kennarapartý. Ég náði því að hitta fullt af fyrrum samstarfsfólki (sakna ennþá góða samstarfsins sem ég átti þar). En það er ekki von á að margir þeirra verði við kennslu næsta vetur ef þessi miðlunartillaga verður saþykkt. Mér skilt alla vega að það verða fjöldauppsagnir hjá kennurum ef svo verður.
Eftir heimkomuna hef ég verið þreytt. Ég druslast þó í vinnuna, en hef ekki enn haft mig í gang með námið aftur. Það er líka kominn vetrartími, það birtir tiltölulega snemma, en það er komið myrkur kl. 1700.
Eftir heimkomuna hef ég verið þreytt. Ég druslast þó í vinnuna, en hef ekki enn haft mig í gang með námið aftur. Það er líka kominn vetrartími, það birtir tiltölulega snemma, en það er komið myrkur kl. 1700.
Ummæli
Ég hef nú ekki mikla trú á að þessi blessaða tillaga verði nokkuð samþykkt, ég hef a.m.k. ekki hitt neinn kennara sem ætlar að samþykkja þessa vitleysu.
Knús til ykkar allra.
Inga Margrét.