Hérna var spáð óveðri í dag, kannski er það allt um kring, en ég hef ekki orðið vör við það ennþá. Annars gengur allt eins og best getur á kosið, fyrir utan kvefið sem er að angra mig þessa stundina. Við erum sem sagt búin að fá bréfið frá Vibo um að við getum fengið að vera í þessari íbúð til 1. ágúst 2005. Við erum ótrúlega heppin, margir þurfa að flytja nokkrum sinnum á ári áður en þeir fá öruggt leiguhúsnæði.
Það er reyndar farin að myndast smá kvíðahnútur í maganum fyrir næsta vetri. Við vitum ekkert hvað verður. Ég gæti vel hugsað mér að vera eitt ár enn og komast enn betur inn í danskt samfélag. Björn væri líka til í það ef hann fengi vinnu, en það skiptir mjög miklu máli. Sverrir Falur vill alls ekki vera einn vetur í viðbót. Hann vill bara fara heim í menntaskóla. Kristín Björg vill líka helst fara heim og helst af öllu í Borgarnes. Nú erum við Björn búin að gera eiginlega allt sem við viljum og þá er spurningin hvort börnin fari í forgang núna og við látum eftir þeim að flytja í sæluna á Íslandi. Þau eru víst það allra dýmætasta sem maður á!
Það er reyndar farin að myndast smá kvíðahnútur í maganum fyrir næsta vetri. Við vitum ekkert hvað verður. Ég gæti vel hugsað mér að vera eitt ár enn og komast enn betur inn í danskt samfélag. Björn væri líka til í það ef hann fengi vinnu, en það skiptir mjög miklu máli. Sverrir Falur vill alls ekki vera einn vetur í viðbót. Hann vill bara fara heim í menntaskóla. Kristín Björg vill líka helst fara heim og helst af öllu í Borgarnes. Nú erum við Björn búin að gera eiginlega allt sem við viljum og þá er spurningin hvort börnin fari í forgang núna og við látum eftir þeim að flytja í sæluna á Íslandi. Þau eru víst það allra dýmætasta sem maður á!
Ummæli