Fara í aðalinnihald

Vinnuvika

Síðast þegar ég skrifaði var að byrja helgi og ég í glimmrandi skapi. Síðan eru liðnir næstum þrír sólarhringar og ég er ennþá í ágætu skapi, en það er ekki að koma helgi alveg strax. Ég sit hérna við tölvuna mína og kl. er átta að morgni og úti er ekki lengur snjór og stilla. Það er lemjandi rigning. Krakkargreyin hjóluðu í skólann og erum örugglega köld og blaut núna inn í kennslustofunni. Björn liggur á hægri hliðinni og er að undirbúa heilann fyrir prófið sem hann tekur í "dönskum vinnurétti" á eftir. Ekki öfundsverður af því greyið.
Annars leggst dagurinn vel í mig, ég tók að mér það frábæra verkefni í vinnunni að setja upp jólaleikrit með stórum hluta barnanna (ég verð bara að vona að ég fái mjög góða aðstoð frá samstarfsfólki og hlýja straum frá Vigdísi og Möggu Jó.). Á þessu byrjum við í dag, og er í raun allt of seint því að leikritið á að sýna þann 11. des. Það er ekkert annað í stöðunni en að kasta sér í djúpu laugina, að íslensku sið, og vona það besta.
Ég eyddi þessari helgi eins og flestum helgum haustsini í námið. Að þessu sinni var ég að lesa mér til um hugsmíðihyggjuna, sem er kenning sem mér finnst að allir kennarar ættu að vinna útfrá.
Um næstu helgi ætlar fjölskyldan að leggja land undir fót og skella sér á Drangsnesið (Tandslet), í heimsókn til Lóa, Þóreyjar og barna. Við hlökkum mikið til og vonum bara að það rigni ekki svona mikið þá.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta er stórmerkilegt!
Ég vissi ekki að það að liggja á hægri hliðinni örvaði starfsemi heilans. Hvað með að liggja á þeirri vinstri? - dregur það úr virkni heilans?
Það er eins gott að kynna sér þessi mál vel ef maður skyldi álpast í nám aftur.
;) Kv ÁI

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Ég held að Danir séu fremur mikil jólabörn, heimili þeirra eru alla vega ansi jólaleg. Þeir vilja þó ekki vera mjög áberandi, jólaseríurnar eru flestar hvítar, þó sést í eina og eina í öðrum lit. Algengt er að sjá jólatré á svölunum hjá fólki, flest eru þau með seríum og sum meira að segja skreytt jólakúlum og öllum pakkanum. Margir eru líka búnir að setja upp jólatréð inni og vorum við einmitt að fylgjast með því þegar nágranni okkar var að skreyta það hjá sér í gær. Strax þriðja í jólum er eins og það hafi ekki verið jól, allt búið, jólatrén komin út, slökkt á öllum seríum og útsölur hafnar í öllum búðum. Við höldum í okkar íslensku hefð, séría í öllum regnbogans litum á svölunum og jólatréð ekki upp fyrr en á Þorláksmessu og ekki tekið niður aftur fyrr en á þrettándanum. Danir skilja ekkert í þessum þrettán jólasveinum sem við eigum.

Laugavegurinn 2013

Hópurinn safnaðist saman kl. 3:50 við Ásvelli. Vorum komin við Skautahöllina tímanlega, en samt voru flestar rútur orðnar fullar, þannig við fengum aftasta bekkinn í einni rútunni, auk tveggja stakra sæta. Keyrt var að Hrauneyjum, en þar stoppaði rútan í 25 mín. Tími fór í að bíða eftir klósettum og síðan var löng röð í morgunmatinn. Við rétt náðum í brauð og kaffi til að taka með okkur í rútuna. Kaffið var gott, en ákveðið var að taka með nesti næst. Við vorum kom í Landmannalaugar um 8:20.. þá átti eftir að skrá sig og pissa og setja vatn á brúsa.. Bæta þurfti á fötum og fleira. Þetta rétt hafðist fyrir ræsingu. Allur hópurinn lagði af stað saman. Jóney og Júlíana fóru þó strax í upphafi á undan. Við fjórar héldum hópinn í Hrafntinnusker. Björgvin var aðeins á eftir okkur. Mér fannst erfitt að fara yfir snjóbreiðurnar en þær voru á tveggja km kafla fyrir Hrafntinnusker. Þar sem ég vissi hve kaflinn var langur þá átti ég auðveldara með að komast yfir. Eftir Hrafntinnusker missti ég ...

Að hefja samtöl og opna dyr: Hvernig skólastjórar koma á jákvæðri menningu til að viðhalda umbótastarfi skóla

 Þetta byggist allt á trausti...  Hægt er að líka trausti við loft; enginn veltir skorti á því mikið fyrir sér fyrr en þess er þörf og það er ekki til staðar (Hoy og Miskel, 2013). Traust innan skóla er mikilvægt vegna þess að það auðveldar samvinnu, eykur hreinskilni, stuðlar að samheldni, styður fagmennsku, byggir upp skipulagsgetu og allt þetta stuðlar að bættum námsárangri hjá nemendum. Faglegt samstarfi byggir á gagnkvæmu trausti. Hoy og Miskel tala um að í traustu samstarfi séu einstaklingar háðir hver öðrum; það er, hagsmuni eins er ekki hægt að tryggja án þess að til staðar sé traust á öðrum. Traust þarf að ríkja meðal kennara, annars starfsfólks, stjórnenda, nemenda og foreldra. Þegar starfsfólk ber mikið traust til skólastjóra, telur það að hann sé vel viljaður, áreiðanlegur, hæfur, heiðarlegur og opinn í samskiptum. Þannig er traust vilji starfsfólks til að berskjalda sig fyrir öðrum, byggt á þeirri trú að sá aðili sé vel viljaður, áreiðanlegur, hæfur, heiðarlegur ...