Síðast þegar ég skrifaði var að byrja helgi og ég í glimmrandi skapi. Síðan eru liðnir næstum þrír sólarhringar og ég er ennþá í ágætu skapi, en það er ekki að koma helgi alveg strax. Ég sit hérna við tölvuna mína og kl. er átta að morgni og úti er ekki lengur snjór og stilla. Það er lemjandi rigning. Krakkargreyin hjóluðu í skólann og erum örugglega köld og blaut núna inn í kennslustofunni. Björn liggur á hægri hliðinni og er að undirbúa heilann fyrir prófið sem hann tekur í "dönskum vinnurétti" á eftir. Ekki öfundsverður af því greyið.
Annars leggst dagurinn vel í mig, ég tók að mér það frábæra verkefni í vinnunni að setja upp jólaleikrit með stórum hluta barnanna (ég verð bara að vona að ég fái mjög góða aðstoð frá samstarfsfólki og hlýja straum frá Vigdísi og Möggu Jó.). Á þessu byrjum við í dag, og er í raun allt of seint því að leikritið á að sýna þann 11. des. Það er ekkert annað í stöðunni en að kasta sér í djúpu laugina, að íslensku sið, og vona það besta.
Ég eyddi þessari helgi eins og flestum helgum haustsini í námið. Að þessu sinni var ég að lesa mér til um hugsmíðihyggjuna, sem er kenning sem mér finnst að allir kennarar ættu að vinna útfrá.
Um næstu helgi ætlar fjölskyldan að leggja land undir fót og skella sér á Drangsnesið (Tandslet), í heimsókn til Lóa, Þóreyjar og barna. Við hlökkum mikið til og vonum bara að það rigni ekki svona mikið þá.
Annars leggst dagurinn vel í mig, ég tók að mér það frábæra verkefni í vinnunni að setja upp jólaleikrit með stórum hluta barnanna (ég verð bara að vona að ég fái mjög góða aðstoð frá samstarfsfólki og hlýja straum frá Vigdísi og Möggu Jó.). Á þessu byrjum við í dag, og er í raun allt of seint því að leikritið á að sýna þann 11. des. Það er ekkert annað í stöðunni en að kasta sér í djúpu laugina, að íslensku sið, og vona það besta.
Ég eyddi þessari helgi eins og flestum helgum haustsini í námið. Að þessu sinni var ég að lesa mér til um hugsmíðihyggjuna, sem er kenning sem mér finnst að allir kennarar ættu að vinna útfrá.
Um næstu helgi ætlar fjölskyldan að leggja land undir fót og skella sér á Drangsnesið (Tandslet), í heimsókn til Lóa, Þóreyjar og barna. Við hlökkum mikið til og vonum bara að það rigni ekki svona mikið þá.
Ummæli
Ég vissi ekki að það að liggja á hægri hliðinni örvaði starfsemi heilans. Hvað með að liggja á þeirri vinstri? - dregur það úr virkni heilans?
Það er eins gott að kynna sér þessi mál vel ef maður skyldi álpast í nám aftur.
;) Kv ÁI