Nú er búið að gera "créme brûlée" (svona er þetta víst skrifað). Það var svo fínt þegar það fór í ofninn, en var hálf vesældarlegt þegar út kom. En það smakkast vel. Kristínu finnst þessi eftirréttur ekki góður, þannig að hún gerði sinn eigin, sem er súkkulaðimús. Þetta er sem sagt allt tilbúið núna og búið að vaska upp. Á meðan þau gerðu eftirréttina, með smá aðstoð frá mér, skellti Björn sér í göngutúr í slabbið, snjókoman í morgun hefur þiðnað í rigningu og það er orðið ansi subbulegt slabbið þarna úti. Núna liggur 75% af fjölsk og horfir á DVD, en SF fékk IRobot frá kertasníki. Börnin hafa fengið eina gjöf frá kertasníki síðan þau hættu að setja skóinn í gluggann.
En nú er kl. 14:07 og ég ætla bara að taka því rólega fram til kl. fimm og þá fer steikinn í ofninn.
En nú er kl. 14:07 og ég ætla bara að taka því rólega fram til kl. fimm og þá fer steikinn í ofninn.
Ummæli