Börnin eru komin í jólafrí. Sverrir Falur greyið þurfti að taka tvö próf, í dönsku og stærðfræði í síðustu viku, en, Kristín Björg slapp við próf í ár, en ef Fogh fær að ráða fara dönsk börn að taka miklu, miklu fleiri próf. Hann er í sjokki yfir niðurstöðum Pisa-könnunarinnar og nú skal tekið á málunum í dönsku skólakerfi.
Við hjónin skruppum í bæinn í dag og lukum jólainnkaupunum. Það var fínt að fara í miðbæinn og fá jólastemninguna í æð (þó rigndi aðeins á okkur).
Ég er hálftóm núna, ég verð bara að bæta við í kvöld, ef andinn kemur yfir mig.
Við hjónin skruppum í bæinn í dag og lukum jólainnkaupunum. Það var fínt að fara í miðbæinn og fá jólastemninguna í æð (þó rigndi aðeins á okkur).
Ég er hálftóm núna, ég verð bara að bæta við í kvöld, ef andinn kemur yfir mig.
Ummæli