Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott.
Áramótin voru mjög friðsæl og góð. Við borðuðum góðan mat hér á Engvej með Jónínu og Þorvaldi. Hundurinn þeirra, hann Mosi fékk líka að vera með okkur. En Lovísa, dóttir Jónínu, systir Þorvaldar, vinkona Kristínar og eigandi Mosa var heima á Íslandi. Við gæddum okkur á humri og/eða sushi í forrétt og andabringum með villisveppasósu í aðalrétt. Eftir matinn var spilið okkar góða tekið fram og spilað í góða stund. Við röltum síðan út og hittum alla Íslendingana sem voru hjá Hrafnhildi og Viðari, en þar héldu 16 manns saman áramót. Rétt fyrir kl. tólf gengum við upp á Lergravsparken, en þar er gott að vera þegar kl. nálgast miðnætti og allir fara að skjóta. Þetta byrjaði allt í rólegheitum, en smám saman jókst fjörið. Þorvaldur skemmti sér ótrúlega vel yfir öllum þessum flottu flugeldum. Hér var, eins og í fyrra, ótrúlega miklu magni flugelda skotið upp. Þetta er ekki bara smá hvellur um miðnættið, heldur er sprengt látlaust í nær klukkutíma. Við drifum okkur heim til hundsins eftir góðan hálftíma í stanslausum sprengingum. Hann var komu okkar feginn, dauðhræddur, lokaður inn á baði.
Við röltum síðan aðeins heim til Hrafnhildar og Viðars til að knúsa alla þar gleðilegt ár.
Sverrir Falur fór út með vinum sínum, en hljóp heim um miðnætti til að vera með okkur, en kom að tómum kofanum. Við vorum á röltinum, en hann fann okkur. Fór aftur að hitta krakkana, en var komin heim fljótlega.
Nú er grár hversdagsleikinn tekinn við, og það var ekki laust við kvíða hjá heimilisfólkinu fyrir að hefja venjulegt, daglegt líf með öllum sínum skyldum. En svona er þetta, allt tekur víst enda og þá er bara að kunna að njóta líðandi stundar
Áramótin voru mjög friðsæl og góð. Við borðuðum góðan mat hér á Engvej með Jónínu og Þorvaldi. Hundurinn þeirra, hann Mosi fékk líka að vera með okkur. En Lovísa, dóttir Jónínu, systir Þorvaldar, vinkona Kristínar og eigandi Mosa var heima á Íslandi. Við gæddum okkur á humri og/eða sushi í forrétt og andabringum með villisveppasósu í aðalrétt. Eftir matinn var spilið okkar góða tekið fram og spilað í góða stund. Við röltum síðan út og hittum alla Íslendingana sem voru hjá Hrafnhildi og Viðari, en þar héldu 16 manns saman áramót. Rétt fyrir kl. tólf gengum við upp á Lergravsparken, en þar er gott að vera þegar kl. nálgast miðnætti og allir fara að skjóta. Þetta byrjaði allt í rólegheitum, en smám saman jókst fjörið. Þorvaldur skemmti sér ótrúlega vel yfir öllum þessum flottu flugeldum. Hér var, eins og í fyrra, ótrúlega miklu magni flugelda skotið upp. Þetta er ekki bara smá hvellur um miðnættið, heldur er sprengt látlaust í nær klukkutíma. Við drifum okkur heim til hundsins eftir góðan hálftíma í stanslausum sprengingum. Hann var komu okkar feginn, dauðhræddur, lokaður inn á baði.
Við röltum síðan aðeins heim til Hrafnhildar og Viðars til að knúsa alla þar gleðilegt ár.
Sverrir Falur fór út með vinum sínum, en hljóp heim um miðnætti til að vera með okkur, en kom að tómum kofanum. Við vorum á röltinum, en hann fann okkur. Fór aftur að hitta krakkana, en var komin heim fljótlega.
Nú er grár hversdagsleikinn tekinn við, og það var ekki laust við kvíða hjá heimilisfólkinu fyrir að hefja venjulegt, daglegt líf með öllum sínum skyldum. En svona er þetta, allt tekur víst enda og þá er bara að kunna að njóta líðandi stundar
Ummæli