Það er enn og aftur kominn mánudagur. Helgin leið allt of hratt, eins og vanalega. Reyndar var þessi helgi mun styttri en aðrar helgar, þar sem ég var að vinna á laugardaginn. Við komum ótúlega miklu í verk þar, hentum og hentum, smíðuðum og boruðum og flest allt náðist sem var á dagskrá.
Óveður gekk yfir landið á laugardaginn. Við urðum ekki mikið vör við þetta veður, en þegar ég fór út að skokka í gær sá ég nokkur tré sem höfðu fallið. Einnig var búið að girða nokkur hús af þar sem þaksteinar höfðu fokið. En sem betur fer búum við í hverfi þar sem við varla heyrum í veðrinu. Við áttum að hitta hjónaklúbbinn okkar á laugardagskvöldið, en því var frestað um sólarhring.
Ég fór svo sumsé út að hlaupa í gær, Jónína, Þorvaldur og Mosi komu í heimsókn. Síðan fórum við að hitta þennan fína hóp. Við borðum ekki bara góðan mat saman, heldur er líka prógramm :-), mjög gaman og gott.
Kristín Björg fór í bíó með vinkonum sínum í gær, en Sverrir Falur hélt sér heima, en hann fór aftur á móti í hjólabrettahöll Kaupmannahafnar á laugardaginn með vini sínum.
Óveður gekk yfir landið á laugardaginn. Við urðum ekki mikið vör við þetta veður, en þegar ég fór út að skokka í gær sá ég nokkur tré sem höfðu fallið. Einnig var búið að girða nokkur hús af þar sem þaksteinar höfðu fokið. En sem betur fer búum við í hverfi þar sem við varla heyrum í veðrinu. Við áttum að hitta hjónaklúbbinn okkar á laugardagskvöldið, en því var frestað um sólarhring.
Ég fór svo sumsé út að hlaupa í gær, Jónína, Þorvaldur og Mosi komu í heimsókn. Síðan fórum við að hitta þennan fína hóp. Við borðum ekki bara góðan mat saman, heldur er líka prógramm :-), mjög gaman og gott.
Kristín Björg fór í bíó með vinkonum sínum í gær, en Sverrir Falur hélt sér heima, en hann fór aftur á móti í hjólabrettahöll Kaupmannahafnar á laugardaginn með vini sínum.
Ummæli