Það má nú segja að það sé vetur hérna þessa dagana. Það er búið að vera ansi kalt. Þó hefur ekkert snjóað að ráði, en gallinn góði sem ég fékk í jólagjöf frá Mosegrisen hefur komið sér ansi vel.
Lífið gengur sinn vanagang, Björn er alltaf jafn ánægður í praktikinni sinni, vonast jafnvel að fá vinnu með skólanum þegar þessum tíu vikum er lokið. Krakkarnir nokkuð hressir, reyndar er Kristín Björg búin að vera hálfslöpp, var meira að segja heima einn dag. Sverrir Falur hefur varið undanförnum kvöldum í að kíkja á framhaldskóla, en nú í vikunni hafa þeir verið kynna starfsemina fyrir elstu nemendum grunnskólanna. Þar sem framtíð okkar er enn svo óljós, þykir okkur betra að hann sæki bæði um nám hérna og heima á Íslandi. Ég er aftur á móti búin að vera hálfslöpp, samt ekki lasin, bara full af kvefi og með hausverk. Ég hef samt reynt að vakna snemma til að lesa í námsbókunum og skokka eða synda, sem heldur mér gangandi og kemur í veg fyrir að ég fái hita (sjö, níu, þrettán).
Nú er ég búin að panta gistingu fyrir mömmu og pabba, en þau koma 13. maí (meira að segja föstudagur) og við erum líka búin að finna gistingu fyrir Jónínu, Garðar og Atla hérna í nánasta nágrenni. En ástæðan fyrir því að þau verða hérna öll á saman tíma er sú að Kristín Björg fermist 15. maí og það má segja að við erum orðin frekar spennt og vonandi verður komið sumar.
Lífið gengur sinn vanagang, Björn er alltaf jafn ánægður í praktikinni sinni, vonast jafnvel að fá vinnu með skólanum þegar þessum tíu vikum er lokið. Krakkarnir nokkuð hressir, reyndar er Kristín Björg búin að vera hálfslöpp, var meira að segja heima einn dag. Sverrir Falur hefur varið undanförnum kvöldum í að kíkja á framhaldskóla, en nú í vikunni hafa þeir verið kynna starfsemina fyrir elstu nemendum grunnskólanna. Þar sem framtíð okkar er enn svo óljós, þykir okkur betra að hann sæki bæði um nám hérna og heima á Íslandi. Ég er aftur á móti búin að vera hálfslöpp, samt ekki lasin, bara full af kvefi og með hausverk. Ég hef samt reynt að vakna snemma til að lesa í námsbókunum og skokka eða synda, sem heldur mér gangandi og kemur í veg fyrir að ég fái hita (sjö, níu, þrettán).
Nú er ég búin að panta gistingu fyrir mömmu og pabba, en þau koma 13. maí (meira að segja föstudagur) og við erum líka búin að finna gistingu fyrir Jónínu, Garðar og Atla hérna í nánasta nágrenni. En ástæðan fyrir því að þau verða hérna öll á saman tíma er sú að Kristín Björg fermist 15. maí og það má segja að við erum orðin frekar spennt og vonandi verður komið sumar.
Ummæli