Fara í aðalinnihald

Fertugum fært

Nú kom að því. Ég sjálf orðin fertug. Ég man mjög vel eftir fjörtíu ára afmæli mömmu minnar sem haldið var upp á með húllum hæ og trallala.
Ég byrjaði að halda upp á tímamótin um síðustu helgi, en þá komu vinkonur mínar Linda, Björk og Helga í heimsókn til mín. Við höfum aldrei áður verið allar saman í útlöndum, en okkar vinskapur er orðinn svo langur að farið er að telja í nokkrum áratugum.
Við eyddum helginni í bæjarferð, út að borða, skálað var í ýmsum veigum og borðaður góður matur. En fyrst og síðast var yndislegt að hafa þær hérna og þessar vinkonur mínar eru mér mjög dýrmætar.
Í dag verð ég á námskeiði fyrir trúnaðarmenn, þið munið ég tók það að mér um daginn. En seinni partinn býst ég við að nokkrir góðir vinir detti inn, það eru ekki send út boðskort þannig að það verður opið hús fyrir þá sem eru kaffiþyrstir og sykursvangir. Vildi bara að allir vinir mínir á Íslandi og fjölskyldan mín gæti komið líka.

Mig langar mjög mikið að skrifa áratugsannál og vonandi læt ég verða af því fyrr en síðar.

Ég er svo hamingjusöm í dag, ég á frábært líf og bestu fjölskyldu og vini í heimi.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Elsku Magga. Óskum þér til hamingju með stórafmælið. Okkur þykir leitt að komast ekki í veisluna sem ég geri ráð fyrir að sé að hefjast. Þess í stað skulum við skála fyrir þér hér heima. Hafðu það sem allra best og skilaðu kveðju til Björns og krakkanna. Arndís, Helgi og synir.
Nafnlaus sagði…
Sé ekki að kveðjan hafi farið inn. Reyni bara aftur. Sem sagt til hamingju með afmælið. Við eigum sannarlega eftir að mæta á staðinn og skála fyrir þessum merku tímamótum. Vonandi fyrr en seinna. Megirðu eiga frábæran afmælisdag. skilaðu kveðju til Björns og krakkanna. Arndís, Helgi og synir.
Nafnlaus sagði…
Þá hefurðu það -- tvöfalt eða þrefalt eftir því hvernig á það er litið. AÞ.
Nafnlaus sagði…
Elsku Magga!
Hjartanlega til hamingju með afmælið. Mikið vildi ég óska að ég gæti komið og glaðst með þér en hver segir að afmælisfögnuði þurfi að ljúka á afmælisdeginum. Við grípum bara fyrsta tækifæri sem gefst til að fagna saman.
Með kærri kveðju
Þín vinkona Ásdís :)
Gudrun Vala sagði…
Til lukku með árin öll!
Nafnlaus sagði…
Elsku vinkona.
Til lukku með árin öll, gamla mín. Er með þér í huganum og það er nú betra en ekkert. Var að bóka ferð um páskana og tilhlökkunin er mikil á bænum.
Knús til ykkar allra.
Inga Margrét og fylgifiskar.
Nafnlaus sagði…
Okkar bestu hamingjuóskir í tilefni dagsins....sem er nú víst að kveldi kominn........ þú varst farin að sofa þegar við hringdum NÚNA ÁÐAN :(
Gunni,Gunna & dætur.
Nafnlaus sagði…
Elsku Magga. Hjartanlega til lukku með daginn. Nú fer sko gamanið rétt að byrja! (reynslubolti sem talar...!) Vona að þið hafið öll átt góðan dag og hitt og heyrt í sem flestum. Hittumst vonandi sem fyrst aftur. Bestu kveðjur frá okkur öllum. Gugga og fjölskylda.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Ég held að Danir séu fremur mikil jólabörn, heimili þeirra eru alla vega ansi jólaleg. Þeir vilja þó ekki vera mjög áberandi, jólaseríurnar eru flestar hvítar, þó sést í eina og eina í öðrum lit. Algengt er að sjá jólatré á svölunum hjá fólki, flest eru þau með seríum og sum meira að segja skreytt jólakúlum og öllum pakkanum. Margir eru líka búnir að setja upp jólatréð inni og vorum við einmitt að fylgjast með því þegar nágranni okkar var að skreyta það hjá sér í gær. Strax þriðja í jólum er eins og það hafi ekki verið jól, allt búið, jólatrén komin út, slökkt á öllum seríum og útsölur hafnar í öllum búðum. Við höldum í okkar íslensku hefð, séría í öllum regnbogans litum á svölunum og jólatréð ekki upp fyrr en á Þorláksmessu og ekki tekið niður aftur fyrr en á þrettándanum. Danir skilja ekkert í þessum þrettán jólasveinum sem við eigum.

Laugavegurinn 2013

Hópurinn safnaðist saman kl. 3:50 við Ásvelli. Vorum komin við Skautahöllina tímanlega, en samt voru flestar rútur orðnar fullar, þannig við fengum aftasta bekkinn í einni rútunni, auk tveggja stakra sæta. Keyrt var að Hrauneyjum, en þar stoppaði rútan í 25 mín. Tími fór í að bíða eftir klósettum og síðan var löng röð í morgunmatinn. Við rétt náðum í brauð og kaffi til að taka með okkur í rútuna. Kaffið var gott, en ákveðið var að taka með nesti næst. Við vorum kom í Landmannalaugar um 8:20.. þá átti eftir að skrá sig og pissa og setja vatn á brúsa.. Bæta þurfti á fötum og fleira. Þetta rétt hafðist fyrir ræsingu. Allur hópurinn lagði af stað saman. Jóney og Júlíana fóru þó strax í upphafi á undan. Við fjórar héldum hópinn í Hrafntinnusker. Björgvin var aðeins á eftir okkur. Mér fannst erfitt að fara yfir snjóbreiðurnar en þær voru á tveggja km kafla fyrir Hrafntinnusker. Þar sem ég vissi hve kaflinn var langur þá átti ég auðveldara með að komast yfir. Eftir Hrafntinnusker missti ég ...

Að hefja samtöl og opna dyr: Hvernig skólastjórar koma á jákvæðri menningu til að viðhalda umbótastarfi skóla

 Þetta byggist allt á trausti...  Hægt er að líka trausti við loft; enginn veltir skorti á því mikið fyrir sér fyrr en þess er þörf og það er ekki til staðar (Hoy og Miskel, 2013). Traust innan skóla er mikilvægt vegna þess að það auðveldar samvinnu, eykur hreinskilni, stuðlar að samheldni, styður fagmennsku, byggir upp skipulagsgetu og allt þetta stuðlar að bættum námsárangri hjá nemendum. Faglegt samstarfi byggir á gagnkvæmu trausti. Hoy og Miskel tala um að í traustu samstarfi séu einstaklingar háðir hver öðrum; það er, hagsmuni eins er ekki hægt að tryggja án þess að til staðar sé traust á öðrum. Traust þarf að ríkja meðal kennara, annars starfsfólks, stjórnenda, nemenda og foreldra. Þegar starfsfólk ber mikið traust til skólastjóra, telur það að hann sé vel viljaður, áreiðanlegur, hæfur, heiðarlegur og opinn í samskiptum. Þannig er traust vilji starfsfólks til að berskjalda sig fyrir öðrum, byggt á þeirri trú að sá aðili sé vel viljaður, áreiðanlegur, hæfur, heiðarlegur ...