Nú kom að því. Ég sjálf orðin fertug. Ég man mjög vel eftir fjörtíu ára afmæli mömmu minnar sem haldið var upp á með húllum hæ og trallala.
Ég byrjaði að halda upp á tímamótin um síðustu helgi, en þá komu vinkonur mínar Linda, Björk og Helga í heimsókn til mín. Við höfum aldrei áður verið allar saman í útlöndum, en okkar vinskapur er orðinn svo langur að farið er að telja í nokkrum áratugum.
Við eyddum helginni í bæjarferð, út að borða, skálað var í ýmsum veigum og borðaður góður matur. En fyrst og síðast var yndislegt að hafa þær hérna og þessar vinkonur mínar eru mér mjög dýrmætar.
Í dag verð ég á námskeiði fyrir trúnaðarmenn, þið munið ég tók það að mér um daginn. En seinni partinn býst ég við að nokkrir góðir vinir detti inn, það eru ekki send út boðskort þannig að það verður opið hús fyrir þá sem eru kaffiþyrstir og sykursvangir. Vildi bara að allir vinir mínir á Íslandi og fjölskyldan mín gæti komið líka.
Mig langar mjög mikið að skrifa áratugsannál og vonandi læt ég verða af því fyrr en síðar.
Ég er svo hamingjusöm í dag, ég á frábært líf og bestu fjölskyldu og vini í heimi.
Ég byrjaði að halda upp á tímamótin um síðustu helgi, en þá komu vinkonur mínar Linda, Björk og Helga í heimsókn til mín. Við höfum aldrei áður verið allar saman í útlöndum, en okkar vinskapur er orðinn svo langur að farið er að telja í nokkrum áratugum.
Við eyddum helginni í bæjarferð, út að borða, skálað var í ýmsum veigum og borðaður góður matur. En fyrst og síðast var yndislegt að hafa þær hérna og þessar vinkonur mínar eru mér mjög dýrmætar.
Í dag verð ég á námskeiði fyrir trúnaðarmenn, þið munið ég tók það að mér um daginn. En seinni partinn býst ég við að nokkrir góðir vinir detti inn, það eru ekki send út boðskort þannig að það verður opið hús fyrir þá sem eru kaffiþyrstir og sykursvangir. Vildi bara að allir vinir mínir á Íslandi og fjölskyldan mín gæti komið líka.
Mig langar mjög mikið að skrifa áratugsannál og vonandi læt ég verða af því fyrr en síðar.
Ég er svo hamingjusöm í dag, ég á frábært líf og bestu fjölskyldu og vini í heimi.
Ummæli
Hjartanlega til hamingju með afmælið. Mikið vildi ég óska að ég gæti komið og glaðst með þér en hver segir að afmælisfögnuði þurfi að ljúka á afmælisdeginum. Við grípum bara fyrsta tækifæri sem gefst til að fagna saman.
Með kærri kveðju
Þín vinkona Ásdís :)
Til lukku með árin öll, gamla mín. Er með þér í huganum og það er nú betra en ekkert. Var að bóka ferð um páskana og tilhlökkunin er mikil á bænum.
Knús til ykkar allra.
Inga Margrét og fylgifiskar.
Gunni,Gunna & dætur.