Ég hef smám saman verið að átta mig á því hve hryllilega skipulögð ég er. Mér líður nánast illa ef ég er ekki með plan yfir hverja mínútu dagsins. Ég sem hef alltaf haldið því fram að ég sé fremur óskipulögð og líði best í kaósinu. Ég er þó ekki ein af þeim sem er með alla hluti á hreinu, klárar allt jafnóðum og gengur frá eftir sig. Nei, nei, nei alls ekki, ég verð bara að vera að, það nægir mér alveg. Ég er þá ekki með samviskubit yfir að vera ekki að gera eitthvað annað. Þarf eitthvað að taka þetta til endurskoðunar. Kannski læra að slaka á eða???
Annars er ennþá vetur hérna, fremur kalt en þó bjart yfir. Vonandi verður fínt veður fram yfir helgi, en vinkonur mínar; Linda, Björk og Helga koma í heimsókn um helgina og saman ætlum við að halda upp á 160 árin okkar til samans og hafa það virkilega skemmtilegt.
Annars er ennþá vetur hérna, fremur kalt en þó bjart yfir. Vonandi verður fínt veður fram yfir helgi, en vinkonur mínar; Linda, Björk og Helga koma í heimsókn um helgina og saman ætlum við að halda upp á 160 árin okkar til samans og hafa það virkilega skemmtilegt.
Ummæli