Hér ríkir vetur núna.
Þórey fræddi mig um að það væri von á snjóstormi á laugardaginn (í gær). Lói, Þórey og börn komu við á föstudaginn á leiðinni í vetrarfrí til Íslands. Ég tók þessum fréttum passlega trúanlega. En viti menn, hérna er bara búið að vera vetur alla helgina. Byrjaði að snjóa og hvessa upp úr hádegi í gær og það var bara leiðinlegt að fara út, það er aldrei almennilega kalt og snjórinn breytist í ógeðslegt slabb sem ekki er gaman að ferðast í gangandi eða á hjóli. Í dag hefur rignt og snjóað á víxl (núna snjóar til dæmis, en fyrir hálftíma rigndi).
Helgin hefur verið róleg. Skrapp í kaffi til Hrafnhildar í gærmorgun, en annars var ég að lesa á víxl fræðin og skáldsögu. Þess á milli horfði ég á valið um lagið sem tekur þátt í Söngvakeppninni (Grand prix) fyrir hönd Dana, það munaði tveimur stigum að Olsen bræður ynnu aftur (það hefði verið þreytt).
Ég byrjaði daginn í dag á að hlaupa í klukkutíma, með nýja púlsmælinn minn, í slabbinu. Það var erfitt, en ótrúlega gott. Ég settist síðan við með bækurnar mínar og dundaði við áframhaldandi lestur. Var m.a. að leita að því hvort eitthvað kæmi fram um starf umsjónarkennara í kjarasamningunum, en ekki fann ég mikið um það, og það litla sem þar stóð í síðustu samningum var tekið út núna.
Sverrir Falur hefur verið heima með okkur þessa helgi, en Kristín Björg lítur annað slagið við, því hún er ótrúlega upptekin þessa dagana.
Þórey fræddi mig um að það væri von á snjóstormi á laugardaginn (í gær). Lói, Þórey og börn komu við á föstudaginn á leiðinni í vetrarfrí til Íslands. Ég tók þessum fréttum passlega trúanlega. En viti menn, hérna er bara búið að vera vetur alla helgina. Byrjaði að snjóa og hvessa upp úr hádegi í gær og það var bara leiðinlegt að fara út, það er aldrei almennilega kalt og snjórinn breytist í ógeðslegt slabb sem ekki er gaman að ferðast í gangandi eða á hjóli. Í dag hefur rignt og snjóað á víxl (núna snjóar til dæmis, en fyrir hálftíma rigndi).
Helgin hefur verið róleg. Skrapp í kaffi til Hrafnhildar í gærmorgun, en annars var ég að lesa á víxl fræðin og skáldsögu. Þess á milli horfði ég á valið um lagið sem tekur þátt í Söngvakeppninni (Grand prix) fyrir hönd Dana, það munaði tveimur stigum að Olsen bræður ynnu aftur (það hefði verið þreytt).
Ég byrjaði daginn í dag á að hlaupa í klukkutíma, með nýja púlsmælinn minn, í slabbinu. Það var erfitt, en ótrúlega gott. Ég settist síðan við með bækurnar mínar og dundaði við áframhaldandi lestur. Var m.a. að leita að því hvort eitthvað kæmi fram um starf umsjónarkennara í kjarasamningunum, en ekki fann ég mikið um það, og það litla sem þar stóð í síðustu samningum var tekið út núna.
Sverrir Falur hefur verið heima með okkur þessa helgi, en Kristín Björg lítur annað slagið við, því hún er ótrúlega upptekin þessa dagana.
Ummæli