Nú kem ég enn einu sinni á klakann á morgun. Ég hlakka mikið til og verð svo lánsöm á fá að hitta fjölskylduna mína og marga af mínum bestu vinum.
Sú ákvarðanataka; að flytja heim í sumar hefur hringsnúist í hausnum á mér, annan daginn langar mig rosalega mikið heim og er búin að staðsetja okkur og farin að ímynda mér hvernig framtíðin verður á Íslandi. Og svo þegar ég átta mig á því hvaða fjárhagslegi hryllingur bíður okkur, þá fara að renna á mig tvær grímur. Mér skilst að íbúðarverð hafi hækkað um 5%, bara í janúar mánuði og það sé ekki hægt að fá íbúð í blokk undir 20-30 milljónum. Þið verðið að fyrirgefa, mér verður hálfflökurt. Svo kemst maður ekki af nema að hafal bíl, og helst tvo.
Á ég ekki bara að njóta lífsins hér í Köben áfram og koma í heimsókn reglulega. En ég ræð þessu ekki ein, fjölskyldan vill til Íslands og taka þátt í peningafylleríinu. Það verður ekki fjör þegar rennur af þjóðinni og timburmennirnir taka við.
Sú ákvarðanataka; að flytja heim í sumar hefur hringsnúist í hausnum á mér, annan daginn langar mig rosalega mikið heim og er búin að staðsetja okkur og farin að ímynda mér hvernig framtíðin verður á Íslandi. Og svo þegar ég átta mig á því hvaða fjárhagslegi hryllingur bíður okkur, þá fara að renna á mig tvær grímur. Mér skilst að íbúðarverð hafi hækkað um 5%, bara í janúar mánuði og það sé ekki hægt að fá íbúð í blokk undir 20-30 milljónum. Þið verðið að fyrirgefa, mér verður hálfflökurt. Svo kemst maður ekki af nema að hafal bíl, og helst tvo.
Á ég ekki bara að njóta lífsins hér í Köben áfram og koma í heimsókn reglulega. En ég ræð þessu ekki ein, fjölskyldan vill til Íslands og taka þátt í peningafylleríinu. Það verður ekki fjör þegar rennur af þjóðinni og timburmennirnir taka við.
Ummæli
Hlakka til að sjá þig á Fróni.
Knús IMS
En ég skil þig vel, ekki myndi ég vilja koma heim ef ég byggi í DK. Hef upplifað það og það var leiðinlegt, og er reyndar það eina í lífinu sem ég sé eftir þ.e. að flytja heim frá DK.