Nú er bloggið að stríða mér, en ég reyni bara aftur.
Ég var að koma frá Íslandi og þar var vorhugur í fólki. Fólk gekk um í bleikum hlýrabolum og sandölum. Síðan kom einn kaldur dagur og liðið kvartaði og kveinaði. Ég lenti í Köben á fimmtudaginn, reyndar var sól og bjart en kalt og snjór (þetta er e-ð að snúast við). Mér finnst að ég ætti að vera á launum hjá íslensku þjóðinni fyrir að flytja úr landi, því að sólin hefur aldrei skinið jafn heitt og mikið á íslensku þjóðina síðan ég yfirgaf skerið. Það er eins gott að ég komi ekki aftur í bráð með skýið sem hangir yfir mér (aldrei verið jafn ömurlegt sumar og í fyrra hérna í Danmörku).
En Íslandsferðin var róleg og fín. Ég fékk snert af flensu þannig að ég var ekki að skoppa upp um allar jarðir þess vegna hitti ég ekki næstum því alla sem ég hefði viljað sjá. En ég náði þó að skreppa í Borgarnes og heimsótti skólann og hitti þar marga kennara og starfsfólk. Alltaf yndislegt að koma þangað og mér þykir svo vænt um þennan skóla og hann verður alltaf stór hluti af mér. Ég bauð mér í afmæli til Atla Steinars, vinurinn orðinn átta, þangað mættu líka nokkrir kennarar; Ásdís, Guðrún Rebekka og Magga Jóh. Inga Margrét og Ingi klikkuðu ekki á kræsingunum, ég sat á beit í marga klukkutíma.
Svo frábærlega heppilega vildi til að Vigdís var stödd á Íslandi á sama tíma og við náðum að drekka kaffibolla saman og spjalla eina kvöldstund. Það var meiriháttar, heilt ár síðan við sáumst síðast.
Ég var með annan fótinn inn á gafli hjá Björk, það er svo frábært hvað það er stutt til hennar frá mömmu og pabba, ekkert mál að rölta á milli. Ég hitti hana miklu oftar eftir að ég flutti til Köben en á meðan ég bjó á Ísafirði.
Ég hitti stóran hluta fjölskyldunnar, þó ekki Huldu, Rut og Svafar og Soffíu.
Þeir sem ég ekki hafði samband við verða að fyrirgefa mér það í þetta sinn, lofa að gera betur næst. Hver veit nema að maður skelli sér þá austur fyrir fjall :-)
Ég var spurð að því þúsund sinnum hvenær við komum heim og hvað við ætlum að gera þegar Björn er búinn í skólanum. En þeirri spurningu á ég erfitt með að svara. Framtíðin er algjörlega óskrifað blað og er enn óljósari hjá okkur en flestum öðrum á okkar aldri. Þessa stundina er ég skíthrædd við að flytja heim, en þá er bara að takast á við óttann og berja í sig kjarkinn ef til þess þarf. En lífið heldur áfram og hvar við búum í haust kemur víst í ljós með tímanum, en ekki hvað?
Ég var að koma frá Íslandi og þar var vorhugur í fólki. Fólk gekk um í bleikum hlýrabolum og sandölum. Síðan kom einn kaldur dagur og liðið kvartaði og kveinaði. Ég lenti í Köben á fimmtudaginn, reyndar var sól og bjart en kalt og snjór (þetta er e-ð að snúast við). Mér finnst að ég ætti að vera á launum hjá íslensku þjóðinni fyrir að flytja úr landi, því að sólin hefur aldrei skinið jafn heitt og mikið á íslensku þjóðina síðan ég yfirgaf skerið. Það er eins gott að ég komi ekki aftur í bráð með skýið sem hangir yfir mér (aldrei verið jafn ömurlegt sumar og í fyrra hérna í Danmörku).
En Íslandsferðin var róleg og fín. Ég fékk snert af flensu þannig að ég var ekki að skoppa upp um allar jarðir þess vegna hitti ég ekki næstum því alla sem ég hefði viljað sjá. En ég náði þó að skreppa í Borgarnes og heimsótti skólann og hitti þar marga kennara og starfsfólk. Alltaf yndislegt að koma þangað og mér þykir svo vænt um þennan skóla og hann verður alltaf stór hluti af mér. Ég bauð mér í afmæli til Atla Steinars, vinurinn orðinn átta, þangað mættu líka nokkrir kennarar; Ásdís, Guðrún Rebekka og Magga Jóh. Inga Margrét og Ingi klikkuðu ekki á kræsingunum, ég sat á beit í marga klukkutíma.
Svo frábærlega heppilega vildi til að Vigdís var stödd á Íslandi á sama tíma og við náðum að drekka kaffibolla saman og spjalla eina kvöldstund. Það var meiriháttar, heilt ár síðan við sáumst síðast.
Ég var með annan fótinn inn á gafli hjá Björk, það er svo frábært hvað það er stutt til hennar frá mömmu og pabba, ekkert mál að rölta á milli. Ég hitti hana miklu oftar eftir að ég flutti til Köben en á meðan ég bjó á Ísafirði.
Ég hitti stóran hluta fjölskyldunnar, þó ekki Huldu, Rut og Svafar og Soffíu.
Þeir sem ég ekki hafði samband við verða að fyrirgefa mér það í þetta sinn, lofa að gera betur næst. Hver veit nema að maður skelli sér þá austur fyrir fjall :-)
Ég var spurð að því þúsund sinnum hvenær við komum heim og hvað við ætlum að gera þegar Björn er búinn í skólanum. En þeirri spurningu á ég erfitt með að svara. Framtíðin er algjörlega óskrifað blað og er enn óljósari hjá okkur en flestum öðrum á okkar aldri. Þessa stundina er ég skíthrædd við að flytja heim, en þá er bara að takast á við óttann og berja í sig kjarkinn ef til þess þarf. En lífið heldur áfram og hvar við búum í haust kemur víst í ljós með tímanum, en ekki hvað?
Ummæli
Knús úr blíðunni.
Inga Margrét og Co.
kv. Oddur og co