Loksins nenni ég að skrifa nokkara setningar á bloggið.
Sólin skín og vorið er komið. Trén eru farin að laufga og fólk er komið í sumarfötin. Þetta var víst svona svipað í fyrra, en síðan fór það og kom ekki aftur fyrr um miðjan júlí. En svona verður þetta ekki í ár.
Inga Margrét, Ingi og stórfjölsk. eru í Köben þessa dagana. Við höfum fengið að líta framan í þau annað slagið, en dagskráin er búin að vera ansi stíf hjá þeim. Við höfum samt verið svo heppin að hafa haft Guðrún allan tímann og Atli Steinar ætlar að gista hjá okkur í nótt. Hann fær þá vonandi að leika við Andra Snæ, Önnubellu og Patrek, sem eru að lenda ca. núna. Þau, ásamt Viðari, hafa verið í rúma viku í heimsókn á Ísland.
Sverrrir Falur er allt í einu orðinn fullorðinn, hann varð 16 þann 22. mars og dóttirin verður 14 á morgun. Sverrir Falur má núna fara út í búð og versla áfengi og verð ég að viðurkenna að það vekur upp smá ótta hjá mömmunni (best að fara að flytja til Íslands með hann). Þetta er undarlegur heimur, hér má drekka frá 16 ára aldri, en ekki keyra bíl fyrr en 18 ára. En á Íslandi má keyra bíl 17, en ekki drekka áfengi fyrr en 20 ára. Unglingar þroska greinilega mishratt ákveðna hæfileika, eftir því hvar þeir búa (er ekki til einhver EU staðall??)
Sólin skín og vorið er komið. Trén eru farin að laufga og fólk er komið í sumarfötin. Þetta var víst svona svipað í fyrra, en síðan fór það og kom ekki aftur fyrr um miðjan júlí. En svona verður þetta ekki í ár.
Inga Margrét, Ingi og stórfjölsk. eru í Köben þessa dagana. Við höfum fengið að líta framan í þau annað slagið, en dagskráin er búin að vera ansi stíf hjá þeim. Við höfum samt verið svo heppin að hafa haft Guðrún allan tímann og Atli Steinar ætlar að gista hjá okkur í nótt. Hann fær þá vonandi að leika við Andra Snæ, Önnubellu og Patrek, sem eru að lenda ca. núna. Þau, ásamt Viðari, hafa verið í rúma viku í heimsókn á Ísland.
Sverrrir Falur er allt í einu orðinn fullorðinn, hann varð 16 þann 22. mars og dóttirin verður 14 á morgun. Sverrir Falur má núna fara út í búð og versla áfengi og verð ég að viðurkenna að það vekur upp smá ótta hjá mömmunni (best að fara að flytja til Íslands með hann). Þetta er undarlegur heimur, hér má drekka frá 16 ára aldri, en ekki keyra bíl fyrr en 18 ára. En á Íslandi má keyra bíl 17, en ekki drekka áfengi fyrr en 20 ára. Unglingar þroska greinilega mishratt ákveðna hæfileika, eftir því hvar þeir búa (er ekki til einhver EU staðall??)
Ummæli