Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2005

Indíanar

Ég hef verið að vinna verkefni með 0. bekk í Sundpark skolen. Verkefnið fjallar um Indíána. Börnin hafa verið í tvo daga á verkstæðum og búið sér til alls komar tól og tæki og síðan á að fara í Gladsaxe í dag til að prófa útbúnaðinn og leika. Við leggjum af stað snemma og komum ekki til baka fyrr en í kvöld. Áætlunin var reyndar í fyrstu að fara í e-n kofa sem skólinn á og sofa yfir nótt, en það gekk ekki (sem betur fer). Verkefnið mitt skríður áfram, ég reyni að vinna jafnt og þétt í því, en ég verð að viðurkenna að suma daga hef ég verið ansi þreytt og þá hefur lítið sem ekkert orðið af gáfurlegum skrifum. En nú eru bara níu dagar til næstu Íslandsferðar og ég hlakka til eins og alltaf að skreppa á Fróna og hitta fólk. Sverrir bróðir minn á afmæli í dag, hann er 35 ára, til hamingju.

Ritgerðin

Nú er komið sumar í Köben. Í gær var næstum því stuttbuxnaveður, en þó lét ég nægja að fara í ljósar kvartbuxur og ,,klippklappa". Þetta er yndislegt, trén eru farin að blómstra gulu, bleiku og hvítu. Ég skrapp aðeins niður í bæ að hitta vinkonu mína á kaffihúsi. Bærinn iðaði af lífi, túristabátarnir komnir á síkin, búið að opna tívolíið og ekki skemmdi fyrir að drottningin átti 65 ára afmæli og í tilefni þess var flaggað út um allt. Í gærkvöldi var okkur boðið í mat til Viðars og Hrafnhildar og sátum við þar fram eftir í góðu yfirlæti. Ég eyddi fyrri hluta dagsins við tölvuna og var að reyna að halda mig við að skrifa ritgerðina mína. Skrifin ganga ágætlega, en ég verð að halda mig vel að verki í dag. Ég ætla þó að leyfa mér að fara út að skokka, kannski meira að segja á stuttbuxum og bol, því mér sýnist að veðrið verði svipað í dag og í gær. Sverrir Falur kom heim í fyrradag og sagðist ætla á Hróarskelduhátíðina í sumar með nokkrum vinum sínum (ómygod, nú byrjar ballið).

Myndlistarsýning

Við vorum að koma af myndlistarsýningu. Billedskolen í Tvillinghallen er að halda upp á 15 árin sem hann hefur verið starfandi. Kristín Björg hefur verið þar í námi í vetur, sem gengur mest út á að drekka te og borða kökur. En þó hefur henni tekist að hanna og búa til þessa líka fínu gestabók. Ásdís er í heimsókn í Danmörku. Við fáum aðeins að hitta hana og hún gisti meira að segja eina nótt hjá okkur. Við hittumst á fimmtudaginn og skelltum okkur í Fields. Þar var verslað aðeins og síðan var farið heim og maturinn eldaður. Við sátum síðan frameftir kvöldi og áttum frábært spjall.

Starfendarannsóknir

Eitthvað gengur mér illa að skrifa jafnt og þétt hérna inn á þetta fína blogg. En þessa dagana er ég að keppast við að ljúka við verkefnin sem ég á að skila inn í fyrir næstu mánaðarmót á námskeiðinu í kennó. Ég skrifa dæmissögur (case study), starfendarrannsókn og aðra starfendarannsókn. Ég ætti því bráðum að verða fullnuma í sjálfri mér sem persónu, kennara og pædagog. Er endalaust, aftur og aftur að skoða hvað ég geri rétt og rangt. En þessi pæling er holl og ég mæli með því að allir kennarar taki sig í gegn og athugi af hverju þeir geri hlutina eins og þeir gera þá. Helgin er annars búin að vera yndisleg og veðrið búið að leika við okkur. Á laugardaginn fórum við Kristín Björg út rétt eftir hádegi, hana vantaði einhvern fínan bol til að vera í fermingarveislu vinkonu sinnar. Það tók okkur aðeins lengri tíma en við áætluðum. Við ætluðum nefnilega að hitta Björn um tvöleytið og vera komin í Glostrup kl. þrjú. En þangað vorum við komin kl. hálffjögur. Kristín Björg varð þar eftir, hú...