Ég hef verið að vinna verkefni með 0. bekk í Sundpark skolen. Verkefnið fjallar um Indíána. Börnin hafa verið í tvo daga á verkstæðum og búið sér til alls komar tól og tæki og síðan á að fara í Gladsaxe í dag til að prófa útbúnaðinn og leika. Við leggjum af stað snemma og komum ekki til baka fyrr en í kvöld. Áætlunin var reyndar í fyrstu að fara í e-n kofa sem skólinn á og sofa yfir nótt, en það gekk ekki (sem betur fer).
Verkefnið mitt skríður áfram, ég reyni að vinna jafnt og þétt í því, en ég verð að viðurkenna að suma daga hef ég verið ansi þreytt og þá hefur lítið sem ekkert orðið af gáfurlegum skrifum. En nú eru bara níu dagar til næstu Íslandsferðar og ég hlakka til eins og alltaf að skreppa á Fróna og hitta fólk.
Sverrir bróðir minn á afmæli í dag, hann er 35 ára, til hamingju.
Verkefnið mitt skríður áfram, ég reyni að vinna jafnt og þétt í því, en ég verð að viðurkenna að suma daga hef ég verið ansi þreytt og þá hefur lítið sem ekkert orðið af gáfurlegum skrifum. En nú eru bara níu dagar til næstu Íslandsferðar og ég hlakka til eins og alltaf að skreppa á Fróna og hitta fólk.
Sverrir bróðir minn á afmæli í dag, hann er 35 ára, til hamingju.
Ummæli
Þú veist að það vantar dönskukennara í GB næsta vetur!
Hafðu endilega samband við mig næst þegar þú kemur til landsins, ég er enn með sama símanúmer. (ekkert útaf dönskukennslunni, bara til að hittast :)