Nú er að færast ró yfir heimilið. Kristín Björg hafði á orði í gær að sér fyndist gott að foreldar hennar séu ekki á kafi í verkefnum lengur og lífið sé að komast í eðlilegt horf aftur. En það er nú þannig að ég er hér um bil búin, en Björn er á kafi (hann kemur stundum upp úr kafinu á kvöldin).
Ég átti yndislega ferð til Íslands. Þó var skrítið að Björk var í útlöndum, en ég hef verið með annan fótinn heima hjá henni þegar ég er á landinu. Björk ég saknaði þín!!!!! Ég hitti eiginlega alla hina. Fór með bíóklúbbunum úr GB út að borða og í bíó. Í honum eru Inga Margrét, Sæja, Sóley, Erla og Guðrún Rebekka, en hún komst ekki. Magga Jóh og Ásdís voru í kórferðalagi og hittu okkur á leið sinni til Borgarness. Þær borðuðu með okkur, síðan hélt Magga áframvleið sinni heim en Ásdís kom með í bíó. Ég hitti líka Guðrúnu Völu og var frábært að hitta hana, við höfum farið á mis í nokkur skipti. Á mánudaginn fór ég á Selfoss og eyddi mörgum tímum með Oddi, Guggu og börnum. Það var frábært. Það er hollt að umgangast fólk, eins og þau, sem er með báða fætur á jörðinni og .
Bræður mína hitti ég flesta og fjölskyldur þeirra. Helga og Arndísi náði ég þó ekki að hitta, en eyddi góðum tíma með strákunum þeirra.
Ég var á Íslandi um þetta leyti í fyrra líka og var í marga daga að ná mér, ég saknaði alls og allra. Ég fékk einkenni af þessari Íslandsveiki núna og ég þurfti næstum því áfallahjálp þegar ég kom heim á þriðjudaginn. Ég held reynda að óvissan um framtíðina eigi þarna stóran þátt. Við erum núna að vinna framtíðaráætlum og kemur vonandi í ljós í þessum mánuði hvar við verðum 1. ágúst.
Ég átti yndislega ferð til Íslands. Þó var skrítið að Björk var í útlöndum, en ég hef verið með annan fótinn heima hjá henni þegar ég er á landinu. Björk ég saknaði þín!!!!! Ég hitti eiginlega alla hina. Fór með bíóklúbbunum úr GB út að borða og í bíó. Í honum eru Inga Margrét, Sæja, Sóley, Erla og Guðrún Rebekka, en hún komst ekki. Magga Jóh og Ásdís voru í kórferðalagi og hittu okkur á leið sinni til Borgarness. Þær borðuðu með okkur, síðan hélt Magga áframvleið sinni heim en Ásdís kom með í bíó. Ég hitti líka Guðrúnu Völu og var frábært að hitta hana, við höfum farið á mis í nokkur skipti. Á mánudaginn fór ég á Selfoss og eyddi mörgum tímum með Oddi, Guggu og börnum. Það var frábært. Það er hollt að umgangast fólk, eins og þau, sem er með báða fætur á jörðinni og .
Bræður mína hitti ég flesta og fjölskyldur þeirra. Helga og Arndísi náði ég þó ekki að hitta, en eyddi góðum tíma með strákunum þeirra.
Ég var á Íslandi um þetta leyti í fyrra líka og var í marga daga að ná mér, ég saknaði alls og allra. Ég fékk einkenni af þessari Íslandsveiki núna og ég þurfti næstum því áfallahjálp þegar ég kom heim á þriðjudaginn. Ég held reynda að óvissan um framtíðina eigi þarna stóran þátt. Við erum núna að vinna framtíðaráætlum og kemur vonandi í ljós í þessum mánuði hvar við verðum 1. ágúst.
Ummæli