Sagðist ég vera byrjuð að pakka? Ég pakkaði smá inni hjá KB áður en hún fór til Íslands, síðan hefur ekkert gerst hjá pökkunardeildinni. Við erum reyndar búin að fá að vita að við megum vera í íbúðinni fram til 1. ágúst, þannig að við tökum lífinu með stökustu ró.
Það er þrumuveður úti, dáldið spennandi að sitja hérna inni og hlusta. En minna spennandi að ég sé að fara út í þetta á eftir.
Ég er mikið ein heima eftir vinnu þessa dagana. SF er annað hvort í vinnunni eða með vinunum. Björn er að lesa undir próf og er þá uppí skóla. KB er á Íslandi, jú þá er bara ég ein eftir. Ég fer út að hlaupa á morgnana, síðan í vinnuna og skelli mér síðan í stafgöngu seinnipartinn. Við keyptum okkur þessa fínu stafi sem við örkum með um ströndina (engin eru fjöllin)
Verð að rjúka
Það er þrumuveður úti, dáldið spennandi að sitja hérna inni og hlusta. En minna spennandi að ég sé að fara út í þetta á eftir.
Ég er mikið ein heima eftir vinnu þessa dagana. SF er annað hvort í vinnunni eða með vinunum. Björn er að lesa undir próf og er þá uppí skóla. KB er á Íslandi, jú þá er bara ég ein eftir. Ég fer út að hlaupa á morgnana, síðan í vinnuna og skelli mér síðan í stafgöngu seinnipartinn. Við keyptum okkur þessa fínu stafi sem við örkum með um ströndina (engin eru fjöllin)
Verð að rjúka
Ummæli
Hlakka ógurlega mikið til!!!! Verið er að setja saman dagskrá og soleis. Tivoli - Legoland- löveparken ofl. Sjáumst!