

Á miðvikudaginn hjóluðum við til Hróarskeldu. Vegalengdin er rúmir 30 kílómetrar og vorum við rúma tvo tíma á leiðinni. Síðan eyddum við deginum í að vafra um bæinn. Hróarskelda er mjög fallegur bær og skiljum við vel að fólk flytji búa þarna. . Við sólbrunnum bæði tvö, ég á öxlum og baki, en Björn aðallega á fótunum. Það var alls ekki heitt á leiðinni, en sólin er ótrúlega lúmsk. Sem betur fer var ekki mikil sól á fimmtudaginn og við notuðum daginn til að jafna okkur. Ég fór í heimsókn í Mosegrisen og hitti Þóru Gerði vinkonu mína á kaffihúsi. Við létum alveg vera að pakka í kassa þann daginn.
Aftur á móti pökkuðum við í gær og í dag og erum langt komin. Nú er bara það leiðinlegasta eftir, þrífa og pakka því síðasta. Hvað á að fara með til Brussel og hvað á að fara í gáminn???
Ummæli