Ástæðan fyrir því að ekkert hefur verið skrifað hér inn undanfarna daga er sú að ég var á koloni með vinnunni í viku. Lagt var af stað á sunnudagsmorgun og við komum heim seinnipartinn í gær. Við fórum 9 starfsmenn með 46 börn á stað sem heitir Höve Strand á norðvestur Sjállandi. Við lögðum af stað í bongóblíðu og sólin skein allan tímann, heppnin var með okkur. Þetta voru yndislegir dagar og það var frábært að fá tækifæri til að vera með börnunum í heila viku og kynnast þeim á enn annan máta. Ég á síðan bara eftir að vinna í viku, en þá viku verða mörg börn komin í sumarfrí. Á hverjum degi fékk starfsfólkið pásu í tvo og hálfan tíma og var þá tækifæri til að hlaupa og leggjast í sólbað á ströndina. Við gerðum ótrúlega margt skemmtilegt með krökkunum. Héldum íþróttadag, kveiktum bál og bökuðum "snorbröd". Fjársjóðsleit var á dagskránni, næturhlaupið var hápunkturinn, en þá eru elstu börnin vakinn um miðnætti og farið með þau í ratleik, með lifandi póstum í myrkrinu. Lokahófið var haldið utandyra, þar sem veðrið var svo frábært. Starfsmenn skemmtu sér á hverju kvöldi, eftir að börn voru komin í ró. Mikilvægt var fyrir suma að halda sem lengst út á nóttunni og sofa í pásunum.
Það var frábært að koma heim og hitta mann og barn og heyra í hinu barninu mínu sem endilega vill fara á skátamót á Úlfljótsvatni í staðinn fyrir að koma með okkur til Brussel.
Það er loksins búið að skrifa undir kaupsamning og lyklar komnir í höfn. Íbúðin er að Hringbraut 69, flott númer :-)
Það var frábært að koma heim og hitta mann og barn og heyra í hinu barninu mínu sem endilega vill fara á skátamót á Úlfljótsvatni í staðinn fyrir að koma með okkur til Brussel.
Það er loksins búið að skrifa undir kaupsamning og lyklar komnir í höfn. Íbúðin er að Hringbraut 69, flott númer :-)
Ummæli
Oddur
Bestu kveðjur til ykkar allra. Látið svo bara vita hvenær við eigum að mæta í kassaburðinn (þ.e. hvenær ég á að senda Helga og strákana).
Kv. þín mágkona, A.Þ.