


Rosalega var þessi dagur fljótur að líða. Ég vaknaði reyndar allt of seint, fór ekki á fætur fyrr en rúmlega tíu og fór beint úr rúminu í hlaupagallann og hljóp í rúman klukkutíma. Rétt náði að þvo af mér svitann, borða og klæða mig í leppana þegar tími var kominn til að drífa sig af stað í Glostrup. Einar og Lára buðu hjónagrúbbunni heim í grill. Börnin fengu að vera með í þetta skipti. Stóra barnið okkar vildi ekki með, taldi það vera of erfitt að vera án vinanna heilan dag. Dagurinn var yndislegur og maturinn frábær. Við höfum verð svo lánsöm að kynnast þessu frábæra fólki hérna í Danmörku og lofum okkur því að halda sambandinu um ókomna framtíð.
Við komum ekki heim fyrr en seint og um síðir. SF bjargaði sér ágætlega með mat og félagsskap.
Ummæli
kyss og knús,
Sigrún.