Núna er ég komin í sumarfrí, hvort það er langþráð er önnur saga. Síðasti dagurinn í vinnunni var bæði ánægjulegur og erfiður. Ég fór í dýragarðinn með nokkrum börnum og átti frábæran dag með þeim. Samstarfsfólk mitt á frítíðs borðaði með mér í gærkvöldi og var það yndislegt. Kveðjustundinni sló ég á frest, lofaði að koma við á mánudaginn, tveir samstarfsmenn eiga afmæli og ætla að búa til alvöru flödebollur.
Björn er að pakka úr skápnum, en ég fékk smá pirringskast og dró mig til hliðar til að anda djúpt og ná sambandi við sjálfa mig.
Úti er frábært veður, þess vegna er ég á leiðinni út og seinnipartinn eigum við von á Guðrúnu Völu, Gylfa og yngri börnunum. Sverrir Falur er að vinna og KB hefur það fínt í Borgarnesi.
Björn er að pakka úr skápnum, en ég fékk smá pirringskast og dró mig til hliðar til að anda djúpt og ná sambandi við sjálfa mig.
Úti er frábært veður, þess vegna er ég á leiðinni út og seinnipartinn eigum við von á Guðrúnu Völu, Gylfa og yngri börnunum. Sverrir Falur er að vinna og KB hefur það fínt í Borgarnesi.
Ummæli