Ég hef verið mjög löt við að setjast við tölvuna þegar ég kem heim úr vinnu á daginn. Þannig að það líður langur tími á milli frétta.
Vinnan er að komast í eðlilega rútínu. Ég kynnist nemendunum betur og betur, en mér líður ennþá eins og gesti í skólanum, er ekki á heimavelli ennþá. Þó búin að koma mér í kennararáð, þannig að ég hlít að fara að hafa meiri áhrif.
Helgin var fín. Við hjón hjólum um allar trissur. Okkur þykir það best þegar við hjólum í Bónus og lítum reglulega í körfuna og vegum og metum hvort við séum búin að kaupa of mikið. Þá erum við ekki að velta verðinu fyrir okkur, heldur magninu. Hvort innkaupin komist í tvo bakpoka og í körfuna á hjólinu mínu. Okkur fannst þetta mjög eðlilegt í Kaupmannahöfn, en okkur finnst við eins og hvítir hrafnar á Íslandi. Ég ákvað að hjóla í Fjarðarkaup á laugardaginn til að kíkja á garn, en hjólandi fólki er ekki gert lífið auðvelt í kringum Reykjanesbrautina og mátti ég þakka fyrir að komast heim aftur.
Við eru að verða fastir gestir hjá mömmu og pabba á sunnudögum. Mætum í kaffi og meðlæti sem mamma dregur fram eins og henni einni er lagið. Stór hluti af fjölskyldunni voru þar líka, Helgi, Arndís og drengirnr og Sverrir bróðir með sína stráka.
Við fengum góða gesti í heimsókn um helgina. Ásdís kom á föstudaginn, Björk á laugardaginn og Inga Margrét, Ingi og börn á sunnudaginn.
Við eigum brúðkaupsafmæli í dag, 13 ár liðin síðan við gengum í það heilaga í Hafnarfjarðarkirkju. Þá vorum við búin að vera saman í nákvæmlega fimm ár, þannig að það eru 18 ár síðan við byrjuðum saman, en við hittumst fyrst hálfu ári áður, þannig að það eru orðin átján og hálft ár síðan ég sá Björn fyrst (ég sem er alltaf 18). Húrra fyrir okkur.
Vinnan er að komast í eðlilega rútínu. Ég kynnist nemendunum betur og betur, en mér líður ennþá eins og gesti í skólanum, er ekki á heimavelli ennþá. Þó búin að koma mér í kennararáð, þannig að ég hlít að fara að hafa meiri áhrif.
Helgin var fín. Við hjón hjólum um allar trissur. Okkur þykir það best þegar við hjólum í Bónus og lítum reglulega í körfuna og vegum og metum hvort við séum búin að kaupa of mikið. Þá erum við ekki að velta verðinu fyrir okkur, heldur magninu. Hvort innkaupin komist í tvo bakpoka og í körfuna á hjólinu mínu. Okkur fannst þetta mjög eðlilegt í Kaupmannahöfn, en okkur finnst við eins og hvítir hrafnar á Íslandi. Ég ákvað að hjóla í Fjarðarkaup á laugardaginn til að kíkja á garn, en hjólandi fólki er ekki gert lífið auðvelt í kringum Reykjanesbrautina og mátti ég þakka fyrir að komast heim aftur.
Við eru að verða fastir gestir hjá mömmu og pabba á sunnudögum. Mætum í kaffi og meðlæti sem mamma dregur fram eins og henni einni er lagið. Stór hluti af fjölskyldunni voru þar líka, Helgi, Arndís og drengirnr og Sverrir bróðir með sína stráka.
Við fengum góða gesti í heimsókn um helgina. Ásdís kom á föstudaginn, Björk á laugardaginn og Inga Margrét, Ingi og börn á sunnudaginn.
Við eigum brúðkaupsafmæli í dag, 13 ár liðin síðan við gengum í það heilaga í Hafnarfjarðarkirkju. Þá vorum við búin að vera saman í nákvæmlega fimm ár, þannig að það eru 18 ár síðan við byrjuðum saman, en við hittumst fyrst hálfu ári áður, þannig að það eru orðin átján og hálft ár síðan ég sá Björn fyrst (ég sem er alltaf 18). Húrra fyrir okkur.
Ummæli
Kærar kveðjur úr nesinu.
Inga Margrét og fylgifiskar.