Dag hvern er ég að fást við uppeldi og kennslu, já í þessari röð. Það ber sem sagt mun minna á kennslunni þessa dagana þar sem allt púður er lagt í uppeldi ellefu ára gamalla barna. Uppeldi er þó að stórum hluta kennsla, það er verið að kenna einstaklingum æskilega hegðun. Hegðun sem hjálpar þeim við að umgangast aðra og hjálpar þeim við að takast á við eigin tilfinningar. Ekki virðist veita af í nútímasamfélagi. Og vonandi fer eitthvað nám fram....
Ég eyði miklum tíma í vinnunni þessa dagana, er aldrei komin heim fyrr seint og um síðir (enda launin góð). Á kvöldin les ég um tilfinningaþroska og samskipti. Ég er því að verða ansi samskipta- og tilfinningagreind.
Nú þarf ég að fara að sinna heimilisverkum aftur, Björn er búinn að segja upp heimilisstörfum og réði sig til starfa hjá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og hefur hann störf á morgun, fimmtudag. Nú förum við trúlega að lifa venjulegu íslensku lífi með öllum þeim hraða sem tilheyrir. Fljótlega verður keyptur bíll á heimilið og þá er þetta orðið alveg alvöru.
SFB er sæll í skólanum, hann stundar ræktina eftir skóla og verður stæltari og gáfaðri með degi hverjum.
KBB er farin að hanga með hafnfirskum unglinum. Hún byrjar reyndar að dansa í Kramhúsinum um helgina og blandar hún þá geði við unglinga úr höfuðborginni.
Ég eyði miklum tíma í vinnunni þessa dagana, er aldrei komin heim fyrr seint og um síðir (enda launin góð). Á kvöldin les ég um tilfinningaþroska og samskipti. Ég er því að verða ansi samskipta- og tilfinningagreind.
Nú þarf ég að fara að sinna heimilisverkum aftur, Björn er búinn að segja upp heimilisstörfum og réði sig til starfa hjá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og hefur hann störf á morgun, fimmtudag. Nú förum við trúlega að lifa venjulegu íslensku lífi með öllum þeim hraða sem tilheyrir. Fljótlega verður keyptur bíll á heimilið og þá er þetta orðið alveg alvöru.
SFB er sæll í skólanum, hann stundar ræktina eftir skóla og verður stæltari og gáfaðri með degi hverjum.
KBB er farin að hanga með hafnfirskum unglinum. Hún byrjar reyndar að dansa í Kramhúsinum um helgina og blandar hún þá geði við unglinga úr höfuðborginni.
Ummæli