Vikan er búin að vera tilbreytingarrík. Ég var að sjálfsögðu að kenna og í kennslu eru engir tveir dagar eins og óvæntar uppákomur stöðugar.
Ég byrjaði kúrs í Kennó sem heitir samskiptahæfni. Þetta efni heillaði mig og veitir ekki af að æfa kennara í þessum efnum til að takast á við allar þær tilfinningar sem brjótast um. Ég ætla ekki að tíunda mikilvægi þess að þekkja tilfinningar sínar og reyni að gera sér grein fyrir einkennum þeirra og ástæðum, að læra að greina hvers vegna reiði, gleði, ótti brýst út og hvernig eigi að takast á við þessar tilfinningar.
Við fengum frábæra gesti frá Kaupmannahöfn. Sigrún og börnin þeirra Einars komu í heimsókn á mánudagskvöldið og var frábært að hitta þau. Hrafnhildur kom til landsins í gær og gripum við hana glóðvolga strax við lendingu. Það voru kærkomnir endurfundir.
Við Björk fengum okkur kvöldgöngu á fimmtudaginn og ætlum við að vera duglegar að ganga um hverfi Hafnarfjarðar í vetur.
Í gær, föstudag, fórum við í skólanum með alla nemendur 6. bekkja að Hvaleyrarvatni. Þetta var heljarinnar ferð og veiddu krakkarnir síli og skoðuðu lífið í vatninu. Klukkan eitt var grænfáninn dreginn að húni við Öldutúnsskóla við hátíðlega athöfn.
Ég byrjaði kúrs í Kennó sem heitir samskiptahæfni. Þetta efni heillaði mig og veitir ekki af að æfa kennara í þessum efnum til að takast á við allar þær tilfinningar sem brjótast um. Ég ætla ekki að tíunda mikilvægi þess að þekkja tilfinningar sínar og reyni að gera sér grein fyrir einkennum þeirra og ástæðum, að læra að greina hvers vegna reiði, gleði, ótti brýst út og hvernig eigi að takast á við þessar tilfinningar.
Við fengum frábæra gesti frá Kaupmannahöfn. Sigrún og börnin þeirra Einars komu í heimsókn á mánudagskvöldið og var frábært að hitta þau. Hrafnhildur kom til landsins í gær og gripum við hana glóðvolga strax við lendingu. Það voru kærkomnir endurfundir.
Við Björk fengum okkur kvöldgöngu á fimmtudaginn og ætlum við að vera duglegar að ganga um hverfi Hafnarfjarðar í vetur.
Í gær, föstudag, fórum við í skólanum með alla nemendur 6. bekkja að Hvaleyrarvatni. Þetta var heljarinnar ferð og veiddu krakkarnir síli og skoðuðu lífið í vatninu. Klukkan eitt var grænfáninn dreginn að húni við Öldutúnsskóla við hátíðlega athöfn.
Ummæli