Það er svo dimmt þessa dagana og þetta á ekkert eftir að lagast á næstunni. Eins gott að kveikja á nógu mörgum kertum og reyna að njóta myrkursins. Í morgun kveikti ég á kertum í skólanum. Þau höfðu þó ekki logað lengi þegar einn virkur var búinn að slökkva á þeim og maka kertavaxi um allan dúk.
Ritgerðin skríður áfram. Það mætti halda að ég sæti allan sólarhringinn við og skrifaði á milli þess að ég væri að kenna, en þannig er það því miður ekki. Ég eyði meiri tíma í að vorkenna mér yfir að þurfa að liggja yfir þessu.
Nú má ég skammast mín og njóta þess sem ég er að gera, ég valdi þetta sjálf.
Hver er sinnar gæfu smiður, eins og maðurinn sagði.
Ritgerðin skríður áfram. Það mætti halda að ég sæti allan sólarhringinn við og skrifaði á milli þess að ég væri að kenna, en þannig er það því miður ekki. Ég eyði meiri tíma í að vorkenna mér yfir að þurfa að liggja yfir þessu.
Nú má ég skammast mín og njóta þess sem ég er að gera, ég valdi þetta sjálf.
Hver er sinnar gæfu smiður, eins og maðurinn sagði.
Ummæli