Það er nú komin heil vika síðan vetrarfríinu lauk.
Ýmislegt hefur nú gerst síðan. Við sóttum t.d. KB út á flugvöll á vitlausum degi. Vorum viss um að hún ætti flug á mánudagskvöldið og Björn fór út á völl að sækja heimasætuna, en hún birtist aldrei. Endaði með því að ég hringdi til Jónínu til Köben, en þá var 1. nóv á þriðjudegi, en ekki á mánudegi eins og ég var svo viss um. KB mætti á Kastrup, var send til baka en hún var ekki að hafa mikið fyrir því að láta foreldrana vita.
Við fórum því næsta dag (ég fór með til öryggis) á ,,nýja" bílnum okkar. Við létum loksins verða að því að kaupa okkur bíl. Fínan Toyota Corolla, árg. 2004, svakalega flottur.
Helgin fór í ys og þys. Ég tók aðeins til heima hjá mér að föstudaginn, börnin tóku þátt. Á meðan tók Björn í spaðann á forsetanum. Við hjónin áttum frábæra kvöldstund, KB fór á hönnunarkeppni og SF var í tölvunni inni í sínu herbergi. Á laugardaginn hjálpaði ég mömmu og pabba við að hengja upp vetrargardínurnar fyrir stofuna (eins og allir séu ekki búnir að því:-)). Skutluðu KB inn í Kramhús. Fyrst við vorum komin til Rvk þá langaði okkur að kíkja á markaðinn í Perlunni (fundum ekkert) og í Kolaportið. Við höfðum ekki komið þangað í nokkur ár. Þegar við komum heim sagði KB að hana vantaði staf, hatt og hvíta skyrtu fyrir dansatriði. Við þeystumst af stað, fórum á nokkra staði, fundum allt nema stafinn. Þegar þessu var lokið var kl. orðin sex. SF var akkúrat búinn í vinnunni og komum við í Subway að sækja hann. Okkur fannst þá bara tilvalið að borða þar kvöldmatinn.
Sunnudagurinn hófst á sundspretti. Fór eftir það upp í skóla að læra. Sat við fram til kl þrjú. Björn og Atli komu fljótlega. Atli er að fara á námskeið hjá Iðntæknistofnun og gistir hjá okkur þessa vikuna. Mamma og pabbi kíktu í kaffi, svo kom Björk og að lokum Gunni, Guðrún og Júlía Guðbjörg eðalprinsessa. Mikið var gaman að fá alla þessa gesti.
Ýmislegt hefur nú gerst síðan. Við sóttum t.d. KB út á flugvöll á vitlausum degi. Vorum viss um að hún ætti flug á mánudagskvöldið og Björn fór út á völl að sækja heimasætuna, en hún birtist aldrei. Endaði með því að ég hringdi til Jónínu til Köben, en þá var 1. nóv á þriðjudegi, en ekki á mánudegi eins og ég var svo viss um. KB mætti á Kastrup, var send til baka en hún var ekki að hafa mikið fyrir því að láta foreldrana vita.
Við fórum því næsta dag (ég fór með til öryggis) á ,,nýja" bílnum okkar. Við létum loksins verða að því að kaupa okkur bíl. Fínan Toyota Corolla, árg. 2004, svakalega flottur.
Helgin fór í ys og þys. Ég tók aðeins til heima hjá mér að föstudaginn, börnin tóku þátt. Á meðan tók Björn í spaðann á forsetanum. Við hjónin áttum frábæra kvöldstund, KB fór á hönnunarkeppni og SF var í tölvunni inni í sínu herbergi. Á laugardaginn hjálpaði ég mömmu og pabba við að hengja upp vetrargardínurnar fyrir stofuna (eins og allir séu ekki búnir að því:-)). Skutluðu KB inn í Kramhús. Fyrst við vorum komin til Rvk þá langaði okkur að kíkja á markaðinn í Perlunni (fundum ekkert) og í Kolaportið. Við höfðum ekki komið þangað í nokkur ár. Þegar við komum heim sagði KB að hana vantaði staf, hatt og hvíta skyrtu fyrir dansatriði. Við þeystumst af stað, fórum á nokkra staði, fundum allt nema stafinn. Þegar þessu var lokið var kl. orðin sex. SF var akkúrat búinn í vinnunni og komum við í Subway að sækja hann. Okkur fannst þá bara tilvalið að borða þar kvöldmatinn.
Sunnudagurinn hófst á sundspretti. Fór eftir það upp í skóla að læra. Sat við fram til kl þrjú. Björn og Atli komu fljótlega. Atli er að fara á námskeið hjá Iðntæknistofnun og gistir hjá okkur þessa vikuna. Mamma og pabbi kíktu í kaffi, svo kom Björk og að lokum Gunni, Guðrún og Júlía Guðbjörg eðalprinsessa. Mikið var gaman að fá alla þessa gesti.
Ummæli
Vigdís