Alla síðustu viku voru Atli og Garðar hjá okkur. Garðar, tengdafaðir minn, var í augasteinsskiptum á vinstra auga og gekk vel. Jónína kom suður á fimmtudaginn og voru þau öll hjá okkur fram á sunnudag. Tíminn var nýttur vel og til þess að hitta sem flesta buðum við gestum heim á laugardaginn. Komu Birgir og Sólveig, Björn og Inga frá Akranesi og Oddur, Gugga, Tryggvi og Árný frá Selfossi, mamma og pabbi litu líka við. Garðar heimsótti Sigga bróður sinn og heimsóttu þau Gillu konuna hans, hún liggur á Landakoti, en Siggi er á Sunnuhlíð. Nanna og Svenni kíktu líka í kaffi. Nóg var að gera, en samt svo rólegt.
Vinnan gengur og gengur, þemadagar voru í Öldutúnsskóla í síðustu viku, einn daginn heimsóttum við Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Þetta er frábær staður og var vel tekið á móti 65 manns. Skelltum okkur í sund í Árbæjarlauginni í bakaleiðinni.
Veðrið er yndislegt hérna í Hafnarfirði í dag, sól og blíða.
Það er 14. mars og mamma á afmæli í dag. Ég skelli mér í kaffi til hennar í kvöld.
Vinnan gengur og gengur, þemadagar voru í Öldutúnsskóla í síðustu viku, einn daginn heimsóttum við Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Þetta er frábær staður og var vel tekið á móti 65 manns. Skelltum okkur í sund í Árbæjarlauginni í bakaleiðinni.
Veðrið er yndislegt hérna í Hafnarfirði í dag, sól og blíða.
Það er 14. mars og mamma á afmæli í dag. Ég skelli mér í kaffi til hennar í kvöld.
Ummæli