Eftir mikla þurrka og kulda undanfarna daga og vikur byrjaði að snjóa í dag. Sem betur fer urðu kornin að vatni við lendingu. Ég er ekki til í snjókomu og vetur núna, þegar vorið á að vera á næstu grösum.
Ég verð að viðurkenna að ég er farin að telja í páskafrí eins og nemendur mínir. Það verður nóg um að vera hjá okkur í fríinu. Sidney vinkona KBB kemur í heimsókn frá Danmörku. Hún kemur með Lovísu, Jónínu og Þorvaldi. Lovísa ætlar að fermast á sunnudaginn. Þrenningin ætlar að komast yfir heilmikið á meðan Lovísa og Sidney eru á landinu.
Garðar tengdapabbi minn er í heimsókn, hann er að fara í aðgerð á hinu auganu á morgun. Við notuðum tímann og skruppum í bæinn í dag og hann keypti sér spariföt og skó. Við vorum ansi roggin með okkur. Jónína kemur á laugardaginn til að fara í fermingarveislu. Þau koma til með að hittast öll systkinin nema Gógó. Jónína nær þá að hitta Jakob og fjölskyldu, en þau flytja heim á laugardaginn.
Ég var í seinni lotunni í námskrárfræðum á föstudag og laugardag, fengum við áhugaverða fyrirlestra og leggst ekkert illa í mig að liggja í páskafríinu yfir þessum fræðum.
Nú fer að koma að því að SFB fái leyfi til að æfa sig að keyra bílinn með okkur. Við eigum að fara með í ökutíma á morgun.
Börnin okkar eru bæði að fara á árshátíð á fimmtudaginn, hvort með sínum skóla.
Ég verð að viðurkenna að ég er farin að telja í páskafrí eins og nemendur mínir. Það verður nóg um að vera hjá okkur í fríinu. Sidney vinkona KBB kemur í heimsókn frá Danmörku. Hún kemur með Lovísu, Jónínu og Þorvaldi. Lovísa ætlar að fermast á sunnudaginn. Þrenningin ætlar að komast yfir heilmikið á meðan Lovísa og Sidney eru á landinu.
Garðar tengdapabbi minn er í heimsókn, hann er að fara í aðgerð á hinu auganu á morgun. Við notuðum tímann og skruppum í bæinn í dag og hann keypti sér spariföt og skó. Við vorum ansi roggin með okkur. Jónína kemur á laugardaginn til að fara í fermingarveislu. Þau koma til með að hittast öll systkinin nema Gógó. Jónína nær þá að hitta Jakob og fjölskyldu, en þau flytja heim á laugardaginn.
Ég var í seinni lotunni í námskrárfræðum á föstudag og laugardag, fengum við áhugaverða fyrirlestra og leggst ekkert illa í mig að liggja í páskafríinu yfir þessum fræðum.
Nú fer að koma að því að SFB fái leyfi til að æfa sig að keyra bílinn með okkur. Við eigum að fara með í ökutíma á morgun.
Börnin okkar eru bæði að fara á árshátíð á fimmtudaginn, hvort með sínum skóla.
Ummæli