Páskarnir hafa verið rólegir og fínir. Ég var heima í allan gærdag fyrir utan langskokk í norðangarra. Björn var mjög duglegur, setti upp tvær hillur í eldhúsinu (meira pláss undir dótið) og "skápinn" í stofuna. Ég ákvað að útbúa staðgóðan hádegismat fyrir fjölskylduna áður en ráðist yrði í sykurát. SF byrjaði síðan samviskulasamlega á sínu eggi, en KBB geymdi sitt fram á kvöld. Björn var allan eftirmiðdaginn að pússa parket hjá Helga og Arndísi. Þau komu síðan öll hingað að borða ásamt mömmu og pabba. Eldaður var hamborgarhryggur og bökuð súkkulaðikaka í eftirrétt. Heppnaðist vel.
Í morgun dreif ég mig í sund kl. 8, sólin skein, logn og smá hiti (5 gráður). Ég las síðan í námskrárfræðunum fram yfir hádegi, skutlaði SF í vinnuna, talaði við Hrafnhildi í Köben (sakna hennar ógeðslega mikið). Klukkan var orðin hálfþrjú þegar við fórum á Kaplahraunið til H og A, vá hvað þetta er orðið flott hjá þeim. Björn varð eftir við að teppaleggja stigann.
Ég leyfði mér að leggjast smá stund upp í rúm að lesa þegar ég kom heim. Finnst ég alltaf vera að svíkjast undan þegar ég tek mér skáldsögu í hönd.
Ætla að taka fram leifarnar frá í gær og athuga hvort einhver vilji borða með mér.
Í morgun dreif ég mig í sund kl. 8, sólin skein, logn og smá hiti (5 gráður). Ég las síðan í námskrárfræðunum fram yfir hádegi, skutlaði SF í vinnuna, talaði við Hrafnhildi í Köben (sakna hennar ógeðslega mikið). Klukkan var orðin hálfþrjú þegar við fórum á Kaplahraunið til H og A, vá hvað þetta er orðið flott hjá þeim. Björn varð eftir við að teppaleggja stigann.
Ég leyfði mér að leggjast smá stund upp í rúm að lesa þegar ég kom heim. Finnst ég alltaf vera að svíkjast undan þegar ég tek mér skáldsögu í hönd.
Ætla að taka fram leifarnar frá í gær og athuga hvort einhver vilji borða með mér.
Ummæli