Við eyddum hluta þjóðhátiðardagsins í að ganga um Selvoginn. Um kvöldið renndum við í bæinn, hittum þar Björk, Siddý og Halldór. Við kíktum aðeins á Silfrið hans Jóns Páls sem er veitingarstaður á Hótel Borg, verulega flottur. Þegar þjóðhátiðarskemmtunum lauk í höfuðborginni skelltum við okkur á Thorsplanið í Hafnarfirði en þar var að spilað og dansað til miðnætis. Börnin hafa ekki lengur áhuga á að vera í hátíðarskrúða með foreldrunum skreytt blöðrum, fánum og candyflosi. Þau voru með sínum vinum og keyptu sér það sem þau helst vildu og það voru trúlega ekki gasblöðrur. Um kvöldið var KBB hérna í Hafnarfirði en SFB fór í bæinn. Ég sótti hann um þangað kl. hálftvö.
Í gær prófaði ég nýju hlaupaskóna mína. Björn skutlaði mér langleiðina í Krísuvíkina og ætlaði mín að ná hálfu maraþoni. Mér tókst það ekki alveg, en komst ansi langt. Mér tekst þetta fyrir Reykjarvíkurmaraþonið (vonandi)
Mamma og pabbi buðu í lambalæri í gærkvöldi, sem var kærkomið eftir alla brennsluna, umframforðinn gæti komið að góðum notum síðar.
Í gær prófaði ég nýju hlaupaskóna mína. Björn skutlaði mér langleiðina í Krísuvíkina og ætlaði mín að ná hálfu maraþoni. Mér tókst það ekki alveg, en komst ansi langt. Mér tekst þetta fyrir Reykjarvíkurmaraþonið (vonandi)
Mamma og pabbi buðu í lambalæri í gærkvöldi, sem var kærkomið eftir alla brennsluna, umframforðinn gæti komið að góðum notum síðar.
Ummæli