Ég var búin að skrifa og skrifa um það sem á daga mína hefur drifið og það bara hvarf út í buskann. Ég og blogger eigum ekki samleið!!!
Taka tvö:
Það sem mér finnst standa upp úr eru gönguferðirnar okkar. Um miðjan síðasta mánuð gengum við Leggjarbrjót. Það er þjóðleið sem liggur frá Botnsdal í Hvalfirði til Þingvalla. Við gengum hana öfuga (fólk hefur gengið fram og til baka) Lögðum af stað frá Þingvöllum og yfir Leggjabrjótinn og niður Botnsdalinn. Á leiðinni kíktum við niður í Brynjudalinn sem er afskaplega fallegur. Í lokinn var gengið upp að Glym og verð ég að viðurkenna að ég var fremur lofthrædd þar uppi.
Fjölskyldan lagði leið sína til Vestfjarða um þar síðustu helgi. Keyrt var vestur í blíðskapar veðri með viðkomu í Borgarnesi. Sátum á pallinum hjá Ingu Margréti og co í góðu yfirlæti þegar Viðar birtist. Við höfum ekki hitt hann í rúmt ár og voru fagnaðarfundir. Hann eyddi sumarfríinu sínu á Íslandi og var að vinna í Geirabakaríi hjá foreldrum sínum.
Fyrir vestan nýttum við tímann og veðrið og gengum annars vegar frá Seljalandsdal yfir í Bolungarvík og hins vegar frá Breiðadalsheiði að Fossavatni. Hvor gangan tók um fimm tíma og mættum við ekki einum manni. Fegruðin var mögnuð.
Jakob Falur, Vigdís og börn voru líka fyrir vestan og er alltaf yndislegt þegar fjölskyldan hittist öll.
Í síðustu viku gengum við Reykjanesið þvert. Lögðum af stað frá Selvogi og gengum til Hafnarfjarðar. Í upphafi var ætlunin að ganga að Bláfjallarafleggjaranum, en þegar þangað var komið vorum enn í svo miklu göngustuði að ákveðið var að ganga að Helgafelli, en þá tók því ekki að láta sækja okkur að við gengum alla leiðina til Helga og fengum þar dýrindis þríréttaða máltíð, án þess að gera boð á undan okkur. Helgi og Arndís keyrðu lúna garpa heim, en taka skal fram að Sverrir bróðir var með í för og líka þegar Leggjabrjóturinn var genginn.
Taka tvö:
Það sem mér finnst standa upp úr eru gönguferðirnar okkar. Um miðjan síðasta mánuð gengum við Leggjarbrjót. Það er þjóðleið sem liggur frá Botnsdal í Hvalfirði til Þingvalla. Við gengum hana öfuga (fólk hefur gengið fram og til baka) Lögðum af stað frá Þingvöllum og yfir Leggjabrjótinn og niður Botnsdalinn. Á leiðinni kíktum við niður í Brynjudalinn sem er afskaplega fallegur. Í lokinn var gengið upp að Glym og verð ég að viðurkenna að ég var fremur lofthrædd þar uppi.
Fjölskyldan lagði leið sína til Vestfjarða um þar síðustu helgi. Keyrt var vestur í blíðskapar veðri með viðkomu í Borgarnesi. Sátum á pallinum hjá Ingu Margréti og co í góðu yfirlæti þegar Viðar birtist. Við höfum ekki hitt hann í rúmt ár og voru fagnaðarfundir. Hann eyddi sumarfríinu sínu á Íslandi og var að vinna í Geirabakaríi hjá foreldrum sínum.
Fyrir vestan nýttum við tímann og veðrið og gengum annars vegar frá Seljalandsdal yfir í Bolungarvík og hins vegar frá Breiðadalsheiði að Fossavatni. Hvor gangan tók um fimm tíma og mættum við ekki einum manni. Fegruðin var mögnuð.
Jakob Falur, Vigdís og börn voru líka fyrir vestan og er alltaf yndislegt þegar fjölskyldan hittist öll.
Í síðustu viku gengum við Reykjanesið þvert. Lögðum af stað frá Selvogi og gengum til Hafnarfjarðar. Í upphafi var ætlunin að ganga að Bláfjallarafleggjaranum, en þegar þangað var komið vorum enn í svo miklu göngustuði að ákveðið var að ganga að Helgafelli, en þá tók því ekki að láta sækja okkur að við gengum alla leiðina til Helga og fengum þar dýrindis þríréttaða máltíð, án þess að gera boð á undan okkur. Helgi og Arndís keyrðu lúna garpa heim, en taka skal fram að Sverrir bróðir var með í för og líka þegar Leggjabrjóturinn var genginn.
Ummæli