KBB kom eftir tveggja vikna ferð í Köben á föstudagskvöldið. Fyrst var hún eina viku hjá Sidney og Lovísu og síðan kom allur 10. bekkur úr Öldutúnsskóla og var í fimmdaga. Hún var satt að segja fremur þreytt þegar hún kom heim.
Á laugardaginn tók ég þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi. Lagði af stað úr bænum í blanka logni og 16 stiga hita og bjóst við því sama á Selfossi, en þar var því miður strekkingsvindur. Meðbyrinn var fínn, en ekki var eins skemmtilegt að hlaupa til baka. Ég gat þó reglulega fundið mér stóra karlmenn sem klufun vindinn fyrir mig. Ég var bara nokkuð sátt við tímann og var alls ekkert þreytt á eftir. Arný og Gugga tóku þátt í skemmtiskokki og fékk ég að skola af mér svitann hjá þeim var ég nærð á líkama og sál þegar ég lagði af stað heim kl. tæplega fjögur.
Búið er að tyrfa garðinn okkar og nafnarnir fóru í að setja þak á kofann okkar í garðinum (sem fauk um jólin).
Í gær fórum við í pönsur til mömmu og pabba.
Á laugardaginn tók ég þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi. Lagði af stað úr bænum í blanka logni og 16 stiga hita og bjóst við því sama á Selfossi, en þar var því miður strekkingsvindur. Meðbyrinn var fínn, en ekki var eins skemmtilegt að hlaupa til baka. Ég gat þó reglulega fundið mér stóra karlmenn sem klufun vindinn fyrir mig. Ég var bara nokkuð sátt við tímann og var alls ekkert þreytt á eftir. Arný og Gugga tóku þátt í skemmtiskokki og fékk ég að skola af mér svitann hjá þeim var ég nærð á líkama og sál þegar ég lagði af stað heim kl. tæplega fjögur.
Búið er að tyrfa garðinn okkar og nafnarnir fóru í að setja þak á kofann okkar í garðinum (sem fauk um jólin).
Í gær fórum við í pönsur til mömmu og pabba.
Ummæli