Björn ákvað í morgun að fara í fjallgöngu. Hann hélt náttúrulega að ég ætlaði með honum, en ég bara nennti því ekki og fór hann því einn. Þegar ég var búin að skutla KBB í vinnuna og honum í nálægð við Kerlingarskarð fór ég í Afreksvörur og ætlaði að kaupa mér hlaupapeysu, en þar var lokað. Ég fór þá í Eymundson og keypti eina afmælisgjöf og gerði smá innkaup í Fjarðarkaup. Þegar ég kom heim lagaði ég mér te, las blöðin og bloggaði.
En nú var Björn að hringja og ég ætla að sækja hann og síðan ætlum við að skella okkur á Skagann til Einars og Sigrúnar. Við ætluðum líka í Borgarnes til Ásdísar , en vegna heilsuleysis hennar ætlum við að fresta þeirri heimsókn um viku.
En nú var Björn að hringja og ég ætla að sækja hann og síðan ætlum við að skella okkur á Skagann til Einars og Sigrúnar. Við ætluðum líka í Borgarnes til Ásdísar , en vegna heilsuleysis hennar ætlum við að fresta þeirri heimsókn um viku.
Ummæli
mbk
G.Vala
en hvernig er það góða mín, er ekkert að gerast hjá þér sem hægt er að deila með aðdáendum þínum?