Fara í aðalinnihald

Menntablogg á ,,mínu" mannamáli

Annað mannamálsblogg

Ég dustaði rykið af blogginu mínu eftir mörg ár. Ástæðan var reyndar sú að ég átti að skrifa blogg á mannamáli í tengslum við verkefni sem ég er að vinna í náminu.
Mér fannst satt að segja afar snúið að skrifa menntablogg á mannamáli, sem þýðir að málfarið má ekki vera á ,,uppskrúfuðu fræðimáli“. Ég átti sem sagt að fjalla um ritrýndu greinina sem ég valdi, setja upplýsingar um hana á mannamál og tengja við fræði, með tilvísunum.. en samt átti þetta ekki að vera fræðilegt. En hér er önnur tilraun. 

Þá er það greinin

Ég gerði tilraun til að skrifa ,,blogg“ á mannamáli, en ég held að það þyki ekki vera gott ,,mannamál“. En hér ætla ég að gera aðra tilraun.

Greinin sem ég valdi mér heitir Initiating conversations and opening doors: How principals establish a positive building culture to sustain school improvement efforts. Ég reyndi að þýða heitið yfir á íslensku sem var svona: Að hefja samtöl og opna dyr: Hvernig skólastjórar koma á jákvæðri menningu til að viðhalda umbótastarfi skóla. Fjallar hún um rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum. Rætt var við fjóra skólastjóra sem þóttu hafa staðið sig afar vel með innleiðingu breytinga í þeim skólum sem þeir stýrðu. Um var að ræða breytingar á aðalnámskrá eða reglugerð sem allir skólar þurftu að innleiða. Ákveðið var að skoða hvað það væri sem þessir fjórir skólastjórar gerðu betur en aðrir. Í stuttu máli kom í ljós að það sem var sameiginlegt hjá þessum fjórum skólastjórum, var að þeir lögðu sérstaka áherslu á:
  • gagnkvæmt traust meðal starfsfólks
  • að kynnast starfsfólkinu sínu vel
  • að taka þátt í faglegum og markvissum samskiptum.

Menningin og traustið.. það skiptir máli

Út frá þessum niðurstöðum þykir mér áhugavert að velta fyrir mér hver menningin er í skólum sem leggja áhersla á þessa þætti. Hún hlýtur að vera góð og mikið lagt upp úr að starfsfólki líði vel og rými og tími skapað til að fólk njóti samveru hvert með öðru og einnig að fólk læri hvert af öðru. Það þarf að huga að lærdómsmenningunni, hún verður ekki til af sjálfu sér og þar gegna skólastjóri og aðrir skólastjórnendur lykilhlutverki.

Skapa þarf menningu sem byggir á þeim gildum og normum að traust sé lykilþáttur í öllu samstarfi, en það tekur tíma og orku. Það tekur langan tíma að byggju upp traust, en það getur brostið á einu augabragði. Þess vegna þarf hver og einn að leggja sig fram um að vanda samskipti sín og þar eru stjórnendur fyrirmyndir.

Hvað geri ég við þetta!

Í þessu sambandi velti ég sjálfri mér fyrir mér sem stjórnanda. Hvað ég get gert betur til að skapa traust? Eftir því sem ég les meira þá sé ég hvað það er mikilvægur eiginleiki að vera einlægur og auðmjúkur. Þetta eru þættir sem þarf að hafa í huga á hverjum degi, oft á dag. Skoða sjálfan sig í ólíkum aðstæðum og velta fyrir sér sambandi sínu við ólíka einstaklinga. Við förum nefnilega í ótal hlutverk á hverjum degi, eftir því við hvern við eigum samskipti við og þess vegna er áhugavert að skoða sig í því samhengi. Hvers vegna fer ég í þetta hlutverk þegar ég hitti þennan einstakling?

Þetta eru hugleiðingar mín í tengslum við menntabloggið mitt.



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Ég held að Danir séu fremur mikil jólabörn, heimili þeirra eru alla vega ansi jólaleg. Þeir vilja þó ekki vera mjög áberandi, jólaseríurnar eru flestar hvítar, þó sést í eina og eina í öðrum lit. Algengt er að sjá jólatré á svölunum hjá fólki, flest eru þau með seríum og sum meira að segja skreytt jólakúlum og öllum pakkanum. Margir eru líka búnir að setja upp jólatréð inni og vorum við einmitt að fylgjast með því þegar nágranni okkar var að skreyta það hjá sér í gær. Strax þriðja í jólum er eins og það hafi ekki verið jól, allt búið, jólatrén komin út, slökkt á öllum seríum og útsölur hafnar í öllum búðum. Við höldum í okkar íslensku hefð, séría í öllum regnbogans litum á svölunum og jólatréð ekki upp fyrr en á Þorláksmessu og ekki tekið niður aftur fyrr en á þrettándanum. Danir skilja ekkert í þessum þrettán jólasveinum sem við eigum.

Laugavegurinn 2013

Hópurinn safnaðist saman kl. 3:50 við Ásvelli. Vorum komin við Skautahöllina tímanlega, en samt voru flestar rútur orðnar fullar, þannig við fengum aftasta bekkinn í einni rútunni, auk tveggja stakra sæta. Keyrt var að Hrauneyjum, en þar stoppaði rútan í 25 mín. Tími fór í að bíða eftir klósettum og síðan var löng röð í morgunmatinn. Við rétt náðum í brauð og kaffi til að taka með okkur í rútuna. Kaffið var gott, en ákveðið var að taka með nesti næst. Við vorum kom í Landmannalaugar um 8:20.. þá átti eftir að skrá sig og pissa og setja vatn á brúsa.. Bæta þurfti á fötum og fleira. Þetta rétt hafðist fyrir ræsingu. Allur hópurinn lagði af stað saman. Jóney og Júlíana fóru þó strax í upphafi á undan. Við fjórar héldum hópinn í Hrafntinnusker. Björgvin var aðeins á eftir okkur. Mér fannst erfitt að fara yfir snjóbreiðurnar en þær voru á tveggja km kafla fyrir Hrafntinnusker. Þar sem ég vissi hve kaflinn var langur þá átti ég auðveldara með að komast yfir. Eftir Hrafntinnusker missti ég ...

Að hefja samtöl og opna dyr: Hvernig skólastjórar koma á jákvæðri menningu til að viðhalda umbótastarfi skóla

 Þetta byggist allt á trausti...  Hægt er að líka trausti við loft; enginn veltir skorti á því mikið fyrir sér fyrr en þess er þörf og það er ekki til staðar (Hoy og Miskel, 2013). Traust innan skóla er mikilvægt vegna þess að það auðveldar samvinnu, eykur hreinskilni, stuðlar að samheldni, styður fagmennsku, byggir upp skipulagsgetu og allt þetta stuðlar að bættum námsárangri hjá nemendum. Faglegt samstarfi byggir á gagnkvæmu trausti. Hoy og Miskel tala um að í traustu samstarfi séu einstaklingar háðir hver öðrum; það er, hagsmuni eins er ekki hægt að tryggja án þess að til staðar sé traust á öðrum. Traust þarf að ríkja meðal kennara, annars starfsfólks, stjórnenda, nemenda og foreldra. Þegar starfsfólk ber mikið traust til skólastjóra, telur það að hann sé vel viljaður, áreiðanlegur, hæfur, heiðarlegur og opinn í samskiptum. Þannig er traust vilji starfsfólks til að berskjalda sig fyrir öðrum, byggt á þeirri trú að sá aðili sé vel viljaður, áreiðanlegur, hæfur, heiðarlegur ...