Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2005

Dimmt

Það er svo dimmt þessa dagana og þetta á ekkert eftir að lagast á næstunni. Eins gott að kveikja á nógu mörgum kertum og reyna að njóta myrkursins. Í morgun kveikti ég á kertum í skólanum. Þau höfðu þó ekki logað lengi þegar einn virkur var búinn að slökkva á þeim og maka kertavaxi um allan dúk. Ritgerðin skríður áfram. Það mætti halda að ég sæti allan sólarhringinn við og skrifaði á milli þess að ég væri að kenna, en þannig er það því miður ekki. Ég eyði meiri tíma í að vorkenna mér yfir að þurfa að liggja yfir þessu. Nú má ég skammast mín og njóta þess sem ég er að gera, ég valdi þetta sjálf. Hver er sinnar gæfu smiður, eins og maðurinn sagði.

Gleymdi

Ég gleymdi að segja frá frábæru starfsmannaveislu sem við vorum í í gærkvöldi. Starfsmenn Fræðslumiðstöðvarinnar og Menntar hittust, ásamt mökum, elduðu humar, bjuggu til salat, eftirrétti og alls kyns kræsingar. Það var sem sagt, etið drukkið og sungið fram á nótt. Ótrúlega mikið gaman. Þarna sá ég í fyrsta skipti framan í vinnufélaga Björns og maka þeirra. Mjög skemmtilegt og hresst fólk.

Sunnudagstúrinn

Við vorum að koma úr megagöngurtúr. Nú gengum við hraunið við Straumsvík. Þar kominn enn einn golfvöllurinn. En það sem svo magnað við Hafnarfjörð er hve auðvelt er að komast í nálægð við náttúruna og út úr skarkalanum. Klukkutímagöngutúr og maður er eins og nýsleginn túskildingur. Við komum við í Suðurhvamminum og fengum einn kaffibolla í leiðinni heim. Nú er ég til í ritgerð, jólakransa og allt.

Enn og aftur helgi

Ég held að næstum allir séu sammála því að tíminn líður allt of hratt. Mér finnst samt að við ættum að hætta að tönnlast á því í tíma og ótíma. Við eigum að læra að njóta líðandi stundar. Það hefur lítið upp á sig að velta sér upp úr því sem liðið er eða því sem koma skal. Auðvitað má rifja upp gamla og góða tíma og hlakka til þess sem koma skal. Allir gæta lært af mistökum sínum, ákveðið að gera betur næst og allt það. En nú eru jól í nánd og ekki vantar tilstandið og prjálið í kringum þau. Ssem betur fer eru margir sem kunna að slaka á og njóta aðventunnar. Þar sem heimurinn minn er mjög lítill og afmarkaður (sundlaug, heimili, skóli) þá naut ég þess að keyra í gegnum Reykjavík og Hafnarfjörð í myrkrinu í morgun. Jólaljósin eru komin í marga glugga og aðventuljósin komin á sína staði. Mér finnst alltaf notalegt að sjá þessi ljós í skammdeginu, en geri minna af því að setja þau í gluggana heima hjá mér. Ég kveikti bara á kerti þegar ég kom heim, settist við tölvunni og drakk himne...

Að hressast

Nú er hún Jónína, uppáhaldstengdamamma mín, öll að koma til. Við töluðum við hana í gær og lá mjög vel á henni. Hún er farin að rölta um í göngugrind og finnur stóran mun á sér á hverjum degi. Þorsteinn læknir lofar henni fullum bata innan 10 vikna. Helgin fór í að reyna að læra, ásamt að sinna aðeins heimilinu og pínulítið fjölskyldunni. Í síðustu viku var ég í síðustu innilotu á þessari önn. Ég er öll að verða samskiptafærari, þrátt fyrir að eiga eftir að skrifa ritgerðina sem á að fjalla um samskipti mín við ákveðna aðila tengda starfinu. Á föstudaginn fór ég á stofnþing samtaka áhugafólks um skólaþróun. Þetta var mjög áhugavert og sá ég ekki eftir að verma sæti á Hótel Selfossi í nokkra tíma. Svo hitti ég líka fullt af fólk, bæði sem ég hef unnið með og ég kynnst í náminu í KHÍ. Í leiðinni heim kíkti ég í kaffi til Guggu og Odds, það er alltaf jafn frábært að hitta þau (þetta er ekkert smaður). Ég keyrði heim í kolniða myrkri og rigningu, þannig að það var fínt að komast heim. Ég e...
Við fengum miður skemmtilegt símtal í gærkvöldi. Jónína, tengdamamma mín, datt illa í gær og braut á sér úlnliðinn og koma sprunga á bein við mjöðm. Hún á því að liggja inn þar til það beinið er gróið. Ég vildi að ég gæti skroppið og heimsótt hana. Vonandi komumst við vestur fyrir jól. Dagurinn hófst með sundferð eins og vanarlega. En eftir að ég missteig mig illa fyrir þremur vikum hef ég ekkert skokkað. Þori varla af stað í hálkunni, þrátt fyrir að bólgan sé næstum því farin. Dagurinn flaug síðan í kennslu, uppákomu á sal, fundi og fleira. Núna er ég búin að elda fullan pott af grjónagraut, en aldrei slíku vant þá sitjum við hjónin ein heima. KBB fór á fimleikaæfingu með vinkonu sinni en SF hringdi og sagðist ekki nenna heim. Ætlaði að borða með vinum sínum og hananú. Við Björn fáum okkur þá grautarspón og ég fer síðan að lesa um samskipti.

Barnapían

Við Björn fórum að heimsækja barnapíuna okkar, hana Þorbjörgu okkar. Hún passaði bæði Sverri Fal og Kristínu Björgu þegar þau voru agnaragnir og svo var hún líka að vinna í Björnsbúð. Okkur hefur alltaf fundist við eiga heilmikið í þessari stelpu. Nú er hún að verða 27 ára og á sjálf eina sjö mánaða, yndislega stelpu, hana Jórunni Maríu. Við hittum Þorbjörgu alltof sjaldan, en nú skal breyting verða á, þar sem ekki er svo langt á milli okkar lengur. Atli er búinn að vera hjá okkur í viku. Hann fór vestur í dag, en kemur aftur til okkar um næstu helgi. Vonandi gefst okkur tími til að skreppa í heimsókn eða í búðir með honum. Við gátum lítið sinnt honum þessa vikuna. Alla síðustu viku var ég lengur upp í skóla, fannst betra að vera þar og læra og geta þá nýtt kvöldin í annað. Ég er farin að hlakka mikið til 5. desember, en þá á ég að skila ritgerðinni og verð komin í jólafrí frá KHÍ.

Heil vika

Það er nú komin heil vika síðan vetrarfríinu lauk. Ýmislegt hefur nú gerst síðan. Við sóttum t.d. KB út á flugvöll á vitlausum degi. Vorum viss um að hún ætti flug á mánudagskvöldið og Björn fór út á völl að sækja heimasætuna, en hún birtist aldrei. Endaði með því að ég hringdi til Jónínu til Köben, en þá var 1. nóv á þriðjudegi, en ekki á mánudegi eins og ég var svo viss um. KB mætti á Kastrup, var send til baka en hún var ekki að hafa mikið fyrir því að láta foreldrana vita. Við fórum því næsta dag (ég fór með til öryggis) á ,,nýja" bílnum okkar. Við létum loksins verða að því að kaupa okkur bíl. Fínan Toyota Corolla, árg. 2004, svakalega flottur. Helgin fór í ys og þys. Ég tók aðeins til heima hjá mér að föstudaginn, börnin tóku þátt. Á meðan tók Björn í spaðann á forsetanum. Við hjónin áttum frábæra kvöldstund, KB fór á hönnunarkeppni og SF var í tölvunni inni í sínu herbergi. Á laugardaginn hjálpaði ég mömmu og pabba við að hengja upp vetrargardínurnar fyrir stofuna (eins og ...