Ég vil ekki ræða meira um sumarið í bili. Mér er lofað 16 stiga hita, en er svikin aftur og aftur. Það var reyndar fínt í dag, en þó næstum því úlpuveður. Spáin fyrir næstu daga er ekki til umræðu, það á þó ekki á snjóa.
En vinnan er fín, nú er ég á leikskóladeildinni og verð þar í mánuð, að kynnast börnunum sem eru að fara í skóla og fara á "fritids"heimilið. Ég kynnist náttúrulega allri súpunni sem er á leikskólanum, eða rúmlega fjörtíu börnum. Ég hef verið í skóginum þessa tvo daga. Leikskólinn er allan ársins hring með helming barnanna í skógi, rétt í jaðri Kaupmannahafnar. Þangað komum við um hálfellefu og erum þar til hálffjögur. Þarna er fínt hús, sem leikskólinn leigir. Þarna er að sjálfsögðu hægt að gera ótal margt og erum við ekki í vandræðum með að eyða deginum þarna. Við vorum úti í allan dag, og svei mér þá, ég er komin með smá roða í kinnarnar eftir sólina. Mér finnst það ótrúlega heillandi að vera í þessari vinnu í sumar, því að ég veit að ég verð meira og ...