Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2004
Ég má til með að bæta við að við Hrafnhildur vinkona mín fórum á fund í gærkvöldi. Þar var ein sem spurði okkur hvort við værum mæðgur!! Hvar er hægt að fá strekkingu???? Hún er sex árum yngri en ég, en ekki..........!
Ég vil ekki ræða meira um sumarið í bili. Mér er lofað 16 stiga hita, en er svikin aftur og aftur. Það var reyndar fínt í dag, en þó næstum því úlpuveður. Spáin fyrir næstu daga er ekki til umræðu, það á þó ekki á snjóa. En vinnan er fín, nú er ég á leikskóladeildinni og verð þar í mánuð, að kynnast börnunum sem eru að fara í skóla og fara á "fritids"heimilið. Ég kynnist náttúrulega allri súpunni sem er á leikskólanum, eða rúmlega fjörtíu börnum. Ég hef verið í skóginum þessa tvo daga. Leikskólinn er allan ársins hring með helming barnanna í skógi, rétt í jaðri Kaupmannahafnar. Þangað komum við um hálfellefu og erum þar til hálffjögur. Þarna er fínt hús, sem leikskólinn leigir. Þarna er að sjálfsögðu hægt að gera ótal margt og erum við ekki í vandræðum með að eyða deginum þarna. Við vorum úti í allan dag, og svei mér þá, ég er komin með smá roða í kinnarnar eftir sólina. Mér finnst það ótrúlega heillandi að vera í þessari vinnu í sumar, því að ég veit að ég verð meira og ...
Ég hef sjaldan eða aldrei beðið með jafn mikilli óþreyju eftir vorinu. Í dag snjóaði aðeins og var skítkalt. Veðurfræðingarnir lofa að vorið komi í næstu viku, spá 12-15 stiga hita mánudag og þriðjudag. Það er eins gott að þeir skipti ekki um skoðun. Ég byrja í fullri vinnu á morgun. Fyrst átti ég að fá fastráðningu þann 1. maí, síðan breyttist það í 1. apríl og enn beyttist það og ég byrja bara strax á morgun. Í næstu viku byrja að á leikskóladeildinni, en þar er hópur af börnum sem færist niður á"fritids" heimilið 1. maí og kem ég til með að vera fyrst með þann hóp á leikskólanum og fylgja honum síðan niður og verð með umsjón með þeim í sumar og næsta vetur. Ég skellti mér í kæruleysisgírin og fór í H og M og splæsti á mig sumarlegu, stuttu pilsi og bleikum sokkabuxum og bol, sem sagt næstum tilbúin í sumarið.
Svei mér þá, ég hef bara ekkert að segja í dag. Vorið er farið aftur. Í gær var týpiskt íslenskt veður, rigning og sól á víxl. Björn fór með SF að versla sér buxur fyrir afmælispeningana, en á laugardaginn ætlum við að bjóða þeim systkinum í bíó og e-ð að eta, en KB á afmæli á laugardaginn.
Í gær upplifði ég í fyrsti skipti dag sem mér leið bara vel í vinnunni. Ekki þessar vandræðalegu þagnir þar sem maður veit ekki hvað maður á að segja, vantar orð til að halda uppi samræðum. Ég hef hingað til verið alveg skelfilega hrædd við að gera mistök, held að ég verði dæmt fyrir lífstíð fyrir vitleysuna sem ég geri eða segi. En skólinn sem ég geng í núna leyfir mistök , maður lærir og þroskast og verður miklu ánægðari með sig. Þetta man ég núna þegar ég skrifa þessi orð, en verð trúlega búin að gleyma þeim í dag þegar ég fer í vinnuna. Í gær lærði ég t.d. að það að vera fjarsýnn á dönsku er "langsyn" en ekki "fjernsyn" það þýðir nefnilega allt annað, eins og allir vita sem hafa lært smávegis í dönsku. En Sverrir Falur varð 15 ára í gær, og stækkaði þessi lifandi ósköp, svo mikið að hann fór og keypti sér stuttbuxur í Large (fullorðinstærð). Mynd af prinsinum á afmælisdaginn, með afmælisgjöfina frá Atla, í bolnum sem amma og afi á Ísó sendu honum og stut...
Ég var að lesa bloggið hennar Guðrúnar Völu vinkonu minnar og fyrrum samstarfskonu í Borgarnesi og mér finnst alltaf jafn frábært að lesa það. Ég fyllist oft blendinni öfund, því að hún gerir svo margt og lífið er svo tilbreytingarríkt hjá henni fjölskyldunni. Við hérna í þessari fjölskyldu höfum aftur á móti hægt mikið á okkur, enda höfum við ekki fjölskylduna okkar hérna úti og þurfum að hafa ofan af fyrir okkur sjálf. Oft sakna ég þess að geta ekki skroppið í kaffi til mömmu og pabba eða til bræðra minna og fjölskyldna þeirra. Til dæmis er Sverrir bróðir að fara að gifta sig í næstu viku og ég kemst ekki heim, huhu. Við verðum bara að vera dugleg að gera e-ð sjálf. Ég og Björn höfum verið dugleg að hjóla um borgina, skoða listagallerí og erum að endurskoða tilgang lífsins. Ég hef verið í svo mikilli naflaskoðun í vetur að líf mitt hefur tekið algjörum stakkaskiptum, það sem skipti mig mestu máli er orðið að algjöru aukaatriði, og ég er er komin á þá skoðun að maður á að njóta líð...
Ósköp á ég erfitt með að blogga þessa dagana. En lífið gengur sinn vanagang hérna í Köben. Ég ákvað í síðustu viku að hætta í dönskunáminu, ein alltaf að hætta í einhverju. En ég ætla að láta duga að tala dönsku í vinnunni, enda er þar sem maður lærir mest. Það var t.d. einn gutti sem bað mig um að lesa fyrir sig. Ég sagði að hann myndi trúlega ekki skilja mikið það sem ég læsi, en þá tók hann mig í framburðartíma og hrósaði mér mikið þegar ég sagði orðin alveg rétt. Ég helda að börn séu bestu tungumálakennarar sem maður getur fengið og trúlega verð ég komin með framburðin nokkurn veginn á hreint áður en langt um líður. En hérna yfirgaf vorið okkur og hér rignir eldi og brennisteini, ógeð, og þar að auki er bara skítkalt. Spáin segir að svona verði þetta alla vikuna.
Ég held að fyrsti dagur í vori hafi verið í dag, sól og smá ylur, annars hefur verið skítakuldi hérna í Köben undanfarnar vikur. Aumingja gestirnir okkar hafa verið að frjósa úr kulda...ekki það besta þegar Íslendingar fara til útlanda...að lenda í hörkuvetri. Vinnan gengur vel, alltaf skemmtilegra og skemmtilegra. Er að vinna við að hafa það gaman og hafa ofan af fyrir börnunum. Í síðustu viku og þeirri næstu er keramikverkstæði fyrir krakkana og mega þeim móta eins mikið og þeim lystir í steinleir, sem verður brenndur og málaður. Við Björn hjóluðum um alla Kristjánshöfn í gær í roki og kulda. En þar finnst alveg frábær arkitektúr og líka alveg hræðinlegur...t.d. nýja óperuhúsið...sem eru hrikaleg mistök. En þar eru byggingar sem ég gæti vel hugsað mér að búa í. Síðan fórum við í fjölskylduferð í Lyngby, en þangað er skemmtilegt að koma. Í dag voru Hrafnhildur og Viðar hjá okkur í pönnukökum, mömmu til heiðurs, því að hún á nefnilega afmæli í dag. Nóg í bili, því að ég þarf ...
Nú er vinnan hafin fyrir alvöru. Ég mæti galvösk kl. 12:30 alla daga nema föstudaga, en þá eru starfsmannafundir og ég mæti kl. 10:00. Þetta er enginn dans á rósum. Mér finnst þetta bara vera helv. erfitt. Á þessu heimili er börn með helling að efiðleikum, eins og gerist og gengur og mér finnst erfitt að takast á við alls kyns uppákomur með takmarkaðan orðaforða og hreim. Ég ég var svo þreytt eftir fyrstu heilu vinnuvikuna að ég var að velta því fyrir mér hvað í andsk. ég er alltaf að koma mér í. En ég er á því að halda áfram og ég veit að ég verð að vera bjartsýn og læra af mistökunum. Ég er svolítið hrædd við að láta eftir mér að gera mistök. Fólkið sem ég vinn með er yndislegt, en ég er ennþá bara feimin ... Við erum búin að vera með gesti, Ingunn og Guðmundur komu til okkar á miðvikudaginn. Við gátum lítið sinnt þeim, þannig að þau urðu að vera dugleg að bjarga sér sjálf, enda á Ingunn systur hér í Köben sem sá um að leiða hana í nokkrar verslanir. vinirnir Björn og Guðmundur gá...
Ég fékk viðtal við yfirmennina í gær. Hjón, voðalega fín og miklir Íslandsvinir. Þetta var hvorki langt né strangt atvinnuviðtal, en endaði með því að þau tóku í hendina á mér og sögðu að ég væri ráðin. Ég er sem sagt komin með ævilanga ráðningu á frítíðsheimilið Mosegrisen . Frá fyrsta degi var ég sett á saumaverkstæði, þar sem ég hjálpa krökkunum að sauma og hanna púða, bangsa, ketti, dúkkur og allt sem þeim dettur í hug. Sem betur fer (fínt í hófi) verður þetta verkstæði tímabundið í 2-3 vikur og síðan byrjar e-ð nýtt sem okkur dettur í hug. Á morgun er ráðstefna og síðan læt ég vita hvað er skemmtilegt um að vera. Ég verða að viðurkenna það, að það bara gaman að einbeita sér eingöngu að því sem krökkunum þykir skemmtilegt, leika sér með þeim. Ég held þó áfram í dönskunni í mars og apríl, en byrja síðan 1. maí að vinna allan daginn.

Mánudagur

Nú er runninn upp mánudagur og ný vika hafin. Síðasta vika var svo annasöm hjá mér að ég gaf mér ekki tíma til að setjast niður til að skrifa dagbókina. Á þriðjudaginn lentu Inga Margrét, Ingi, Guðrún og Atli Steinar. Þau biðu hérna fyrir utan þegar ég koma heim (læst úti). Ég hafði skroppið í atvinnuviðtal í leiðinni heim úr skólanum og átti að byrja í forföllum á fritíðsheimilinu strax daginn eftir. Ég er sem sagt komin með tímabundna vinnu í tvær vikur. Er í skólanum á morgnanna og vinn síðan frá 12:30-17:00. Við Björn höfðum allt of lítinn tíma til að vera með þeim á daginn, ég var að vinna og Björn að lesa. Kristín Björg og Sverrir Falur vorum mikið með þeim og máttu vinkonunar varla sjá af hvor annarri. Á kvöldin var reynt að elda smá og þá var tími gefinn í smá spjall og skoðanaskipti. Ingi færði mér jólakortin frá ráðherrum sjálfstæðisflokksins sem fóru óvart í rangt hús, voru semsagt til mín. Helgi, Arndís, Þorgeir og Hringur mættu síðan galvösk á fimmtudaginn og voru f...