Við fórum í frábæra göngu með Orkuveitu Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. Gengum upp á fjall sem heitir Tjarnarhnjúkur sem er á Hengilssvæðinu og var þaðan gífurlega fallegt útsýni. Við vorum líka svo heppin að bjart var yfir og sólin skein. Í ferðinni voru leiðsögumenn frá OR, jarðfræðingur og grasafræðingur þannig að maður varð líka aðeins fróðari. Næsta ferð er eftir tvær vikur og mæli ég með að þeir sem hafa tækifæri til að skella sér með. Í gærmorgun fór ég á loftið á Suðurhvamminum, aðstoðaði þar við að sortera dót og henda. Ég fór síðan tvær ferðir í Sorpu með alls konar drasl sem hafði verið sett þarna upp. Björk og krakkarnir komu í mat í gærkvöldi. Þar sem ég var með svo mikinn mat, þá bauð ég mömmu og pabba líka. Þau er á kafi í framkvæmdum, þar sem pabbi verður sjötugur í næstu viku. Verið er að mála, laga og bæta. Enda hefur pabbi ekkert þarfara að gera, hann hætti að vinna á mánudaginn (kominn í málningargallann á þriðjudaginn). KBB var að passa í gærdag og síðan að passað...
"Svona er ég bara"