Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2006

Tjarnarhnjúkur

Við fórum í frábæra göngu með Orkuveitu Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. Gengum upp á fjall sem heitir Tjarnarhnjúkur sem er á Hengilssvæðinu og var þaðan gífurlega fallegt útsýni. Við vorum líka svo heppin að bjart var yfir og sólin skein. Í ferðinni voru leiðsögumenn frá OR, jarðfræðingur og grasafræðingur þannig að maður varð líka aðeins fróðari. Næsta ferð er eftir tvær vikur og mæli ég með að þeir sem hafa tækifæri til að skella sér með. Í gærmorgun fór ég á loftið á Suðurhvamminum, aðstoðaði þar við að sortera dót og henda. Ég fór síðan tvær ferðir í Sorpu með alls konar drasl sem hafði verið sett þarna upp. Björk og krakkarnir komu í mat í gærkvöldi. Þar sem ég var með svo mikinn mat, þá bauð ég mömmu og pabba líka. Þau er á kafi í framkvæmdum, þar sem pabbi verður sjötugur í næstu viku. Verið er að mála, laga og bæta. Enda hefur pabbi ekkert þarfara að gera, hann hætti að vinna á mánudaginn (kominn í málningargallann á þriðjudaginn). KBB var að passa í gærdag og síðan að passað...

Þreytandi blogg

Rosalega er ég orðin þreytt á þessum blogger. Það er heiglum hent að geta vistað eitthvað hérna inni eða er þetta tölvuskrattinn minn. Ég sat hérna meira og minna við í gær og ætlaði að vista eitthvað misgáfulegt hérna inni en það tókst aldrei, endaði með uppgjöf af minni hálfu. Ég er alveg að verða búin að læra að vera í sumarfríi. Hleyp, syndi, geng, fer í garðinn (þegar viðrar), hitti mann og annan. Undirbjó smá veislu í síðstu viku og aðra í næstu viku (pabbi verður sjötugur). Á laugardaginn bauð ég sumsé vinum og nánum ættingjum í smá útskriftarteiti. Það var reglulega gaman og þótti mér vænt að fá fólkið sem sá sér fært að mæta ,,tusund tak" Á sunnudaginn tókst mér að hlaupa í tæpa tvo tíma og var það persónulegt met (fyrir utan hálfmaraþon fyrir nokkrum árum) Drykkjarbrúsarnir björguðu mér, það munar svo miklu að geta bætt upp vökvatap á leiðinni :-). Eftir skokk, sturtu og svoleiðis skelltum við okkur á víkingahátiðina niðri í bæ. Þar var mikið stuð og dáist ég í að þessu ...

Það er sól!!!

Loksins kom guli, heiti boltinn á himninum í ljós. Það er bara yndislegt og nú er engin afsökun tekin gild um vanræktan garð. Nú er bara að drífa sig út. SFB er lentur í Kaupmannahöfn. Það er ótrúlegt hvað ég er ennþá róleg yfir því að hann sé að fara, 17 ára, á Hróarskeldu ásamt 75 þúsund manns. En næstu 16 daga verður hann ekki á heimilinu og þá vantar ansi mikið, því að hann getur talað á við fjóra þegar hann er í ham :P KBB fær tvöfalt vægi, en er sjaldan heima, þar sem hún er í tveimur vinnum þessa dagana. Það er sem sagt ég og síðan Björn þegar hann kemur heim úr vinnunni.

Jafnéttismál

Í gær var kvenréttindadagurinn. Árin eru orðin 91 síðan konur fengu kosningarétt. Því miður eiga konur enn langt í land í jafnréttisbaráttunni. Mín stétt er kvennastétt og launin í samræmi við það. Nú er fleiri og fleiri konur læknar, prestar, flugstjórar, forstjórar og hvað gerist þá? Maður bara spyr sig. Í augnablikinu er ég ein heima. Búin að hlaupa, koma KBB í vinnu, skreppa til mömmu, fara með SFB til að millifæra og laga frelsiskortið í simanum hans (hann er að fara til Köben á morgun). Hann varð síðan eftir í Kópavoginu en ég kom við upp í skóla til að sækja lykla. Og það rignir.

Selvogur

Við eyddum hluta þjóðhátiðardagsins í að ganga um Selvoginn. Um kvöldið renndum við í bæinn, hittum þar Björk, Siddý og Halldór. Við kíktum aðeins á Silfrið hans Jóns Páls sem er veitingarstaður á Hótel Borg, verulega flottur. Þegar þjóðhátiðarskemmtunum lauk í höfuðborginni skelltum við okkur á Thorsplanið í Hafnarfirði en þar var að spilað og dansað til miðnætis. Börnin hafa ekki lengur áhuga á að vera í hátíðarskrúða með foreldrunum skreytt blöðrum, fánum og candyflosi. Þau voru með sínum vinum og keyptu sér það sem þau helst vildu og það voru trúlega ekki gasblöðrur. Um kvöldið var KBB hérna í Hafnarfirði en SFB fór í bæinn. Ég sótti hann um þangað kl. hálftvö. Í gær prófaði ég nýju hlaupaskóna mína. Björn skutlaði mér langleiðina í Krísuvíkina og ætlaði mín að ná hálfu maraþoni. Mér tókst það ekki alveg, en komst ansi langt. Mér tekst þetta fyrir Reykjarvíkurmaraþonið (vonandi) Mamma og pabbi buðu í lambalæri í gærkvöldi, sem var kærkomið eftir alla brennsluna, umframforðinn gæt...

Þjóðhátiðarstemning

Það er gott að vita af því að það er einhvers staðar þarna á bak við skýin eitthvað gult og mjög heitt. Þetta risastóra ferlíki skín núna á landið sem ég yfirgaf fyrir tæpu ári og er víst búið að vera ansi heitt þar (kannski bara allt of heitt). Mér gefst tími til að ljúka við að sortera dótið sem við sóttum í Lambhaga um hvítasunnuna. Það voru alltaf nokkrir kassar sem átti eftir að ákveða hvað ætti að gera við. Ég er lítið fyrir að geyma óþarfadót og vil bara henda því sem nýtist engum. En þegar kemur að bókum og ákveðnum fötum þá verð ég viðkvæm. Þó er ég búin að vera ansi dugleg, sjö kassar af bókum fóru í Góða hirðinn og á bókasafnið. Þessi aukna tiltektarárátta kemur til að því að íbúðin er 45 fm minni en íbúðin í Borgarnesi og geymslan er tveir fermetrar, undir stiga sem þýðir að lofthæðin er ekki mikil. Þess utan er hún óupphituð, þannig að allt sem inní hana fer kemur illa lyktandi út. Ég er því fastur gestur á Sorpu, þar sem ég er alltaf að losa mig við dót og þar að auki fre...

Sumarfrí

Fyrsti í sumarfríi og úti er bæði rok og rigning. Á ég að falla í þunglyndi eða bara að njóta þess að vera inni að dunda mér? Ég ætla að njóta þess. Ég þarf þá ekki að hafa samviskubit yfir garði sem er í órækt. Ég skutlaði KBB upp á Velli áðan. Hún var að fara passa og tók með sér húfu og vettlinga, best að vera i rétta sumarklæðnaðinum ef hún færi e-ð út með blessuð börnin. Ég keyrði framhjá nokkrum unglingum sem voru að tína fjúkandi rusl og reyna að sópa í blíðunni. Dagurinn hefur hingað til verið svona: Sund Morgunmatur Fréttablaðið Tiltekt Skutla KBB Kaffi hjá mömmu Blaðið (sömu fréttirnar aftur) Spjall við SFB (sem er kominn á fætur) Tölvuhangs Og kl. er bara 12:10 Nú sitjum við SFB saman hvort með sína tölvu, hann í sínu og ég í þessu.